Einfaldur og æðislegur eftirréttur

Hæ elsku fólk og gleðileg jól 🎄
Mig langaði að deila með ykkur uppskrift af eftirréttinum sem var á aðfangadagskvöldinu okkar. En þessi eftirréttur er tilvalinn fyrir þá sem eru smávegis misheppnaðir eins og ég í eldhúsinu, það þarf nefnilega ekki að baka þetta i ofni, svo engar ahyggjur með að brenna eftirréttinn og klúðra öllu.

Það sem þarf:

Rice krispies
Suðusúkkulaði
Karamellukurl
Rjómaostur
Flórsykur
Royal búðingur – súkkulaði og vanillu
Mjólk
Rjómi
Piparsúkkulaði kurl

Btw, þetta er fjögurra laga kaka, nammm!

Aðferð

Botn: Bræðið 2 plötur af suðusúkkulaði og blandið við Rice Krispies og setjið i form. Ég hellti einum poka af karamellukurli frá Nóa Siríus með en þess þarf ekki. Skellið þessu inn í frysti í 15 min.

Fyrsta lag: 1 dolla af hreinum rjómaosti og 1 bolli flórsykur. Blanda vel saman og berið á Rice Krispies botninn og skellið aftur inn í frysti í sirka 15 min.

Annað lag: 1 súkkulaðu Royal búðingur og einn Vanillu búðingur, blanda með 500ml mjólk. Ég setti minna af mjólk en það sem leiðbeiningar segja um á umbúðum, en ég vildu hafa sterkt bragð af búðingnum, þetta er bara smekksatriði og ekkert verra að hafa meiri mjólk. Kælið búðinginn þangað til hann er orðinn þykkur og setjið á kökuna og aftur inn i frysti í sirka 15 min.

Síðasta lag: Þeytið 1 pela af rjóma og bætið við piparsúkkulaði kurli frá Nóa Siríus. Rjóminn settur á kökuna og borið fram.

Þetta er alveg einstaklega gott og einfalt og sló þetta rækilega i gegn á heimilinu.

Verði ykkur að góðu 😍