Paul Mitchell Curls línan

Hæ! Mig langaði að skella inn þessari færslu um hárvörurnar sem ég er búin að vera að nota síðustu vikur.
Ég er með frekar þunnt, liðað og “frizzy“ hár og vantaði eitthvað sem myndi gera það aðeins fallegra án þess að þurfa að nota sléttu/krullujárn og hann Hemmi æði á Modus reddaði mér þessum æðislega pakka með Paul Mitchell hárvörum úr Curls línunni.

Spring Loaded Frizz-Fighting Shampó

Þykkt og kremað Curl Spring Loaded shampóið hreinsar liðað og permanentað hár á mildan hátt og róar úfið hár. Gefur aukinn raka sem nauðsynlegur er fyrir krullað hár.

Spring Loaded Frizz-Fighting Hárnæring

Þykkt og kremað Curl Spring hárnæring fyrir liðað og permanentað hár og róar úfið hár. Gefur aukinn raka sem nauðsynlegur er fyrir krullað hár.

Full Circle Leave-In-Treatment

Létt kremuð hárnæring sem ekki er skoluð úr hárinu. Næringin veitir mikinn raka, leysir flækjur, hemur úfið hár og þyngir það ekki niður. Einnig verndar hún hárið gegn skemmdum.

Ultimate Wave

Curl Ultimate Wave formar, aðskilur og veitir töff “beach waves“ áferð. Krullurnar verða heilar og fallegar og veitir efnið rakavörn fyrir hárið. Róandi og mýkjandi sveppaseyði kemur í veg fyrir að hárið verði úfið.

48922725_362570130960151_2853048840888516608_nHöfundur fékk vörur að gjöf

Mín reynsla af þessum vörum er í allri hreinskilni æðisleg og er shampóið mitt allra uppáhalds en það gefur hárinu mínu svo mikinn raka og næringu, ég gæti notað bara shampóið og hárið yrði samt súper mjúkt. Man ekki hvenær hárið mitt var síðast svona mjúkt. Ég er með mjög úfið, liðað hár og þessar vörur eru að hjálpa mér ótrúlega mikið með að sleppa að nota hitajárn á það, hárið mitt lýtur heilbrigðara út og með fallega liði sem eru ekki útum allt eins og hún fröken Medusa.
Svo ég get skrifað þetta með góðri samvisku og mælt 100% með þessum vörum.

Þið getið verslað þessar vörur hér.

Þangað til næst.

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: