Bullet journal // 2019

 

Hæ og gleðilegt nýtt ár 🖤✨

Jæja, eitt af mínum markmiðum árið 2019 er að klára bullet journal-ina mína. En ég hef áður verið með slíka bók en hef ekki náð að klára, ég er svolítið þannig – fæ mér áhugamál og fæ svo annað áhugamál og hitt gleymist. En ef ég deili þessu með ykkur mánaðarlega þá ýtir það mér vonandi áfram og ég næ að klára.

Ég ætla aðeins að sýna ykkur hvernig ég setti mína bók upp og sýna ykkur janúar mánuðinn líka. Þetta er enn óútfyllt að mestu en þetta verður útfyllt bara með hverjum deginum.

Fyrstu blaðsíðurnar í bókinni

Ég vil hafa bókina bara létta og svona „minimal“ er ekki hrifin af mikið af litum og vil hafa hana bara mjög einfalda og auðvelda.

Hérna fylgist ég með skapinu mínu en þetta er svona „mood tracker“ og verður örugglega eina síðan með miklum lit.

Markmiðis-síðurnar, vinstra megin eru lítil markmið sem ég set fyrir 2019 og hægra megin verður það sem ég ÆTLA að gera fyrir 2020.

Hér verður skrifað hvað er horft á vinstra megin og hvað verður lesið hægra megin.

Þá erum við komin í Janúar mánuð og eins og sést er þetta bara mjög einfalt og já sést lika hvað skriftin er æðisleg ehehe.

Smá yfirsýn yfir janúar mánuð, get skrifað þarna t.d það sem þarf að muna eða afmælisdaga eða eitthvað. Svo er svona „habit tracker“ síða sem er ekki alveg tilbúin en þið sjáið hvert ég er að fara með þetta.

2019-01-01 019015210093067774130..jpg

Svo síðast eru vikudagarnir, er ekki alveg að fíla hvernig þetta kom út en það verður þá bara öðruvísi fyrir febrúar mánuð. Svo er ég ekki viss hvort eg vilji hafa alla mánuði eins eða mismunandi, en það kemur bara i ljós seinna.

Þá er það komið, þetta er ekkert sérlega hugmyndaríkt en ég vona að þið fáið eitthvað smá inspo ef þið eruð að hugsa um að gera bullet journal. Svo mun ég sýna ykkur þetta sama bara útfyllt í næsta mánuði and so on.

Bókin heitir Rhodia og fæst hjá A4

Þangað til næst ♡

picture_20190107_0956597112458923508112103055.jpg

2 athugasemdir

Lokað er fyrir athugasemdir.