Aftur Nýtt Akureyri

Halló þið sem eruð á Norðurlandi & líka þið sem eruð það ekki!
Mig langar svo að segja ykkur frá einu litlu krúttlegu fyrirtæki sem fer ört stækkandi.

Hver kannast ekki við það að þurfa að eyða aleigunni í útiföt á börnin? Leikskólaföt sem síðan eyðileggjast & þar fram eftir götunum?
Nei nú get ég sagt ykkur það að þetta „vandamál“ er úr sögunni.

Fyrirtækið heitir Aftur nýtt & er staðsett í Sunnuhlíð 12.
Hvað er Aftur nýtt?
Aftur nýtt er verslun með notaðar vörur. Þú leigir bás eða gólfpláss & þau selja vörurnar þínar. Þú sérð sjálf/ur um að verðleggja & setja upp vörurnar og þau standa vaktina og selja fyrir þig. Barnaföt, barnavörur, unglingaföt, fullorðinsföt, leikföng, raftæki, skrautmuni, hvað sem er!

Hversu geggjað að losna við að selja á facebook, fá fólk heim til sín & þar fram eftir götunum?

Ég mæli svo innilega með því að allir skoði facebook síðuna þeirra : https://www.facebook.com/afturnytt/

Skoði þar úrvalið, upplýsingaskjalið & leigi sér svo bás.

Ég get sagt fyrir mína parta að þetta er alveg geggjað & heimilið mitt hefur aldrei verið eins skipulagt! Það má nefnilega selja hvað sem er þarna & það er það sem gerir þetta svo uniq!

Takk fyrir að lesa & hafið það sem allra best 😀

Þangað til næst

x x