DETOX fyrir huga og sál

Alltaf eftir jól sér maður allskonar kúra og hreinsanir fyrir líkamann og ekkert að því, ég er bókstaflega sitjandi hér að skrifa með sonatural djús í hendinni. Maður leyfir sér aðeins meir um jólin með allann þennann mat, smákökurnar og makkintoshið (btw plís ef þér finnst „vondu“ molarnir góðir, nenniru að láta mig vita?) Aaaallavega, margir upplifa mikið stress kringum þennan tíma og það sem vantar er detox fyrir hugann, því hausinn okkar skiptir máli eins og heilsan fyrir líkamann skiptir máli.

Í þessa uppskrift þarftu 1 sítrónu..
Neiiihhhh djók

Okkar jól voru róleg, þægileg og bara æðisleg, ekkert stress og vesen. Við eyddum aðfangadeginum og kvöldinu í nýjum náttfötum sem við fengum öll frá kertasníki. Þannig þessi færsla er ekki beint um að detoxa hugann eftir jól, heldur bara eftir að það er búið að vera mikið stress og álag almennt.

Eftir annasama viku finnst mér gott að koma öllum upp í rúm, ganga frá og þrífa eftir vikuna, kveikja á kertum, setjast uppí sófa og slaka á. Mér finnst það góð leið til að „núlla“ mig fyrir komandi viku.

En hvað með eftir nokkrar langar vikur? Þegar álagið og stressið byggist upp í einhverja ömurlega tilfinningu sem erfitt er að losna við, er nóg að kveikja bara á kertum og slaka á? Nei ekki fyrir mig allavega.


Eftir mikla stresstörn þá finnst mér gott að:

Fara í göngutúra og pæla aðeins í náttúrunni, hún er svo falleg og við áttum okkur oft ekki á því hvað við erum óendanlega heppin að vera til og fá að upplifa þessa jörð okkar. Bara þessi hugsun lætur mér líða vel og stresshnúturinn minnkar.

Mér finnst gott að skrifa hvað ég er þakklát fyrir og ég reyni að gera þetta á hverjum degi, getur verið börnin þín, maki, vinna, vinir.. svo margt og ég finn oftast fyrir þakklæti fyrir einhverju á hverjum degi.

Dekurkvöld er must fyrir alla reglulega, að dekra við líkamann gerir manni gott fyrir sálina líka. Ég er mikið í að búa til skrúbba og andlits og hármaska hérna heima og finnst það ótrúlega róandi og skemmtilegt og verð alltaf afslappaðari eftir á. Getið kíkt á heimadekur færsluna mína hér.

Skipulag gerir öllum gott, ég er að reyna að skipuleggja sjálfa mig betur, hef verið svakalega óskipulögð síðustu mánuði og það hefur haft áhrif á hausinn minn, byrjaði bullet journal bók til að reyna að skipuleggja mig betur, getið séð færslu um það hér.

Hreinsa til í tölvunni/símanum, gott að eyða öllu drasli sem maður safnar á tækin. Ef þú ert á instagram þá er sniðugt að unfollowa alla sem gefur þér ekki „inspo“ og followa síður sem þú hefur áhuga á.

~♡~

Vona að þetta muni hjálpa ykkur eitthvað þegar þið þurfið smá núllstillingu, þangað til næst ♡