Halló halló halló!

Eg held þig trúið ekki hversu spennt eg hef verið fyrir þessari færslu! En eg er þessi nýja!!

fb_img_1547994768380

Eg heiti Védís Kara Reykdal, en flestir kalla mig nú bara Védís. Eg er 25 ára móðir þriggja stelpna, Theodóru 9 ára, Heiðrós Elektru 4 ára og Hafþóru Von 2 ára. Ég er gift manni að nafni Helgi og fékk ég í kaupæti með honum einn yndislegan einkason sem heitir Ásgeir og er 5 ára.

fb_img_1537285779130

 

Og fyrst að þetta helsta er komið langaði mig til þess að upplýsa ykkur um það helsta sem eg mun skrifa um. Þótt það muni örugglega koma dagar sem eitthvað annað þvælist inn á milli.

Eg er mikil prjonakona, elska allt sem tengist þeirri listsköpun og verð þvi mestmegnis að fræða ykkur þeirri visku sem eg hef dregið að mer. Ásamt því mögulega að henda inn einhverjum uppskriftum af fallegum flíkum, hver veit!

Hreyfing er einnig eitthvað sem mig langar að tala um. Og þá sérstaklega hvernig hægt er að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum hana. Eg er ein af þessum manneskjum sem helst ekki í yoga tíma í 3 mínútur án þess að springa úr hlatri, en samt get eg eytt tímanum mínum i þá list með stelpunum mínum heimafyrir.

Diy! Þetta er orð sem flest allir hafa heyrt og hafa prófað sig áfram í. Eg er sjuk í það að búa til hluti fyrir heimilið mitt og annað slíkt. Hvort sem það se saumaskapur eða vínskáp með límbyssu. Minn helsti sponsor (ekki sponsor) er líklegast byko þar sem eyði fjármunum eiginmannsins í nýjar limbyssu reglulega. Ásamt þvi að vera pirrandi elsta barnið og hringi óþolandi oft í pabba minn í  leit að juðara eða stingsög. Svo auðvitað mun eg koma einhverju þannig við sögu.

fb_img_1547999526849

Eg hlakka allavega mikið til þess að skrifa hérna á mæður bloggi og vona að þið munið hafa gaman að þvi sem eg skrifa.

Krílíhækrílíbæ.

signaturelogomaker_20012019040832

 

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: