Top 5 frá Urtasmiðjunni

Síðan ég var mjög lítið barn hef ég verið með exem, barnaexem. Jújú ég verð 29 ára í sumar & er með barnaexem & ætla greinilega bara aldrei að losna alveg við það. 
Mér er meinilla við að bera á mig stanslaust sterakrem & vildi því finna aðrar lausnir til þess að stilla kláðann af & minnka útbrotin. Exemið mitt hagar sér bara eins & því dettur í hug, fer eftir veðri, hormónastarfsemi & hvort ég er undir miklu álagi t.d.
Ég hef núna í ca 2 ár verið að nota vörur frá Urtasmiðjunni, ég tek það strax fram að þetta er ekki samstarf eða auglýsing, bara ég að deila með ykkur hversu ánægð ég er með þessar vörur. Þau framleiða allskonar snilldir, ég er alltaf jafn hissa hvað þessar vörur virka 1 2 & 20! Allar þeirra vörur eru 100% natural origin, sem ég elska. 
Urtasmiðjan er Íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir lífrænt vottaðar húðvörur. Hún er starfrækt frá Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Eigandi & viskubrunnur Urtasmiðjunnar er Gígja Kj. Kvam. Hún hefur rekið fyrirtækið í 20 ár við góðan orðstír.
Ég er svo ótrúlega heppin að vera þess aðnjótandi að fá að þekkja Gígju persónulega, húner dásamleg að öllu leyti & heimurinn væri ansi fátækur án hennar, svo mikið er víst.
Ég tók saman top 5 listann minn á vörum frá þeim. 
Það sem er notað langlanglangmest á mínu heimili er Græðissmyrslið. Þetta krem heldur exeminu mínu í skefjum, slekkur á kláðanum. Ég ber þetta á öll sár sem við fáum, sama hvort það eru brunasár eða þessu venjulegu. Einnig ber ég þetta krem á mig þegar ég fæ mér ný tattoo, þetta er svo svakalega græðandi að það er ekki fyndið, þetta er ekki krem sem lokar húðinni, heldur nær hún að anda & það er nákvæmlega það sem við viljum á tattooin okkar, því jú, þau eru bara opin sár fyrst um sinn. Ég fékk mér virkilega stórt tattoo á magann 2016, sko mjög stórt, það var fullgróið eftir 3 daga & ég er ekki einu sinni að ýkja smá. Smyrslið inniheldur viðurkenndar græðijurtir fyrir húðina s.s. vallhumal, sem er ein okkar besta græðiujurt á þrálát sár. Rauðsmári, morgunfrú, hafþyrnir & kamillujurt hafa í gegnum ár & aldir verið þekktar jurtir fyrir heilsusamleg áhrif við margskonar húðkvillum & húðvandamálum, s.s. græðandi á sár, bruna, ör & róandi áhrif á sviða og kláða. Að ógleymdri tea tree olíunni sem hefur mikið verið rannsökuð & kölluð er náttúrulegi sveppabaninn, þekkt & viðurkennd sem slík. 

Nr 2 mest notað á mínu heimili er mömmu & barnasalvinn. Ég er með Eron Bent á brjósti & fyrstu dagana eftir fæðingu eru geirvörturnar undir miklu álagi, ég bar þetta á mig í ca mánuð áður en ég átti & síðan mjög stíft fyrstu dagana & ég slapp nánast alveg við sár & verki. Algjört undraefni. Eins ber ég þetta á bossann & bara allstaðar á strákana mína ef húðin þeirra er í einhverju ójafnvægi. Elska þetta krem endalaust. Það sem kremið gerir er að það mýkir & styrkir brjóstvörturnar & undirbýr þær síðustu vikurnar á meðgöngunni fyrir brjóstagjöfina. Græðir sárar o& sprungnar geirvörtur ef þær sárna. Skaðlaust er þótt barnið fái salvann upp í sig. Salvinn hefur verið um árabil í notkun á sængurkvennadeildum erlendis & hérlendis & fengið einróma lof notenda sem & starfsfólks. Salvinn er mildur og græðandi fyrir litla bossa sem verða rauðir og sárir & heldur ertandi efnum frá húðinni á bleyjusvæðinu & kemur í veg fyrir roða & þvagbruna, róar sviða & kláða. Salvinn er mildur & græðandi á sár & þurrk í húð t.d. á slefsár þegar tennurnar fara að koma. Einnig góður sem útikrem & hlífir barnshúðinni við kulda. 

Nr 3 er Móðir & barn nuddolían, ég set hana í baðið hjá strákunum mínum & mitt eigið. Svo ótrúlega róandi & þæginleg. Eins nudda ég litla gaur með henni, honum finnst það dásamlegt. Þetta er yndisleg olía fyrir ungbarnanudd eða í baðvatnið. Mild, róandi og nærandi með morgunfúar- & kamilluolíu. Gefur barninu værð & vellíðan. Góð að nota á kollinn ef skán myndast. Nærandi & mýkjandi sem meðgönguolía á mömmubumbuna. Mýkir & styrkir húðina & gerir hana teygjanlegri & getur komið í veg fyrir húðslit, eða mildað það sem komið er. Olían er E vitamín bætt.

Nr 4 – Ég sjálf er mjög illa haldin af vefjagift & almennu verkjaástandi eftir bílslys sem ég lennti í & nota þess vegna Vöðva- & gigtarolíuna MJÖG MIKIÐ. Ég á við mikil spennuvandamál að stríða, þarf stanslaust að minna sjálfa mig á að slaka vöðvunum, helst kjálkanum & fleira.Inniheldurvermandi engiferolíu, blóðberg, eini, armiku, myntu & fl. jurtir sem þekktar eru fyrir mildandi áhrif sín á ýmis gigtareinkenni, s.s. eymsli & stirðleika í liðum, harða & spennta vöðva. Olían nuddist þétt inn í vöðva & liði. Mýkir, liðkar, slakar & hefur einnig reynst róandi á sinadrátt.  Olían smýgur auðveldlega inn í húð & vöðva, gefur þægilega slakandi & vermandi tilfinningu & skilur ekki eftir fitulag á húð. Olían er einnig hentug fyrir íþróttafólk. Vöðvaolían er notuð víða á nuddstofum & hefur fengið mjög lofsamleg meðmæli frá sjúkranuddurum & nuddþegum. Olían er lyktarsterk & notist því ekki á asmaveika, ófrískar konur eða lítil börn. Látið ekki berast í augu. 

Nr 5 á listanum er síðan Jurtaolían. Þetta virkar á sveppasýkingu á 0,1, án gríns. Ég átti ekki orð í fyrsta skipti sem ég prófaði. Inniheldur m.a. morgunfrú, kamillu & tea tree olíu sem kölluð er „náttúrulegi sveppabaninn“  Jurtaolían er notuð á unglingabólur, flökkuvörtur & sveppasýkingu.

Ég á allt sem er framleitt hjá þeim & nota eitthvað af því alla daga en þetta er klárlega top 5 listinn að svo stöddu. 
Hér má sjá alla helsu söluaðila. 

Ég mæli endalaust með þessum vörum, ég ætti ekki geðheilsu án þeirra. Ég mæli líka eindregið með þvi að allir skoði síðuna þeirra -þvílíkur hafsjór af visku & upplýsingum.
Eins & ég sagði fyrir ofan þá eru allar vörurna þeirra 100% natural origin. 
Þangað til næst, takk fyrir að lesa 
xx