Mín GÓÐA reynsla af brjóstagjöf

Það er svo oft sem ég sé konur tala um erfiða brjóstagjafa reynslu svo mig langaði að koma með færslu um mína reynslu sem hefur verið ljómandi góð.

Þegar ég var ólétt af Óla pældi ég aldrei í brjóstagjöfinni, hvort hún yrði eða hvað ég yrði lengi með hann og svoleiðis, mér fannst þetta bara svo eðlilegt og náttúrulegt að fyrir mér var þetta bara svo sjálfsagt. Svo þegar hann kom í heiminn loksins þá small hann á brjóstið og ekkert vesen sem betur fer. Óli var algjör brjóstakall, fannst gott að drekka og leitaði mikið í huggun á brjóstin. Hann hætti að drekka á næturnar um 3 mánaða og tók pela svo ég gat pumpað mig og skotist út, algjör draumur. Við náðum 14 mánuðum, en þá hætti hann sjálfur alveg og ég fann fyrir svo miklari höfnun og fannst það svo erfitt en ég er glöð með hvað okkur gekk vel og náðum langt.

Þegar ég var ólétt af Villimey pældi ég aðeins meir í þessu, hvað mig langaði að vera með hana lengi – ég hugsaði mér svona 6-12 mánuði en sætti mig við 14 mánuði. Þegar hún kom i heiminn byrjaði brjóstagjöfin mjög illa, hún naði ekki réttu taki og ég þurfti stanslausa hjálp. Geirvörtunar voru allar úti sárum og blæddi mikið, barnið ældi blóði oft. En ég lét mig hafa það og gekk þetta tímabil í alveg 2-3 mánuði. Eftir það gekk allt vel.. eiginlega of vel, hún vildi ekki snuð og neitaði pela svo ég var mjög bundin við hana, ég sem hélt að Óli væri brjóstasjúkur… nei ekki miðað við þetta dýr. Ég ákvað svo að leyfa henni bara að ráða ferðinni og hun hefur svo sannarlega gert það, hún er 17 mánaða og ennþá á brjóstinu!! Sem betur fer löngu farin að borða allt svo ég er ekki jafn bundin við hana en hún hættir vonandi áður en hún byrjar i grunnskóla ehheee.

Svo já mínar reynslur eru góðar, sma erfiði fyrst með seinna barn en það gekk yfir og gengur oftast yfir, svo ef þið eruð að ganga í gegnum svona erfiða byrjun og viljið reyna, þá kemur þetta – þetta verður betra ♡

~♡~

Nokkur ráð

  • Hafrar eru sagðir hjálpa við að auka brjóstamjólk, ég fékk mér oft hafragraut þegar mér fannst vera minna af mjólk hjá mér.
  • Bjór er málið! Ég fékk mér stundum bjór eða pilsner og alveg stútfylltist. Ekki það að ég var drekkandi alla daga en stundum á kvöldin þegar illa gekk með gjafir. Malt virkar líka, mér finnst malt bara ógeðslegt.
  • Ef þér gengur illa, ekki vera hrædd um að biðja um hjálp frá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingana í ungbarnaeftirlitinu, þær eru þarna til að hjálpa þér og barninu.
  • Númer 1 2 og 3 við brjóstagjöf (og pelagjöf) er að passa hvernig þú situr, fékk oft mikla vöðvabólgu því ég hélt vitlaust á börnunum, góður gjafapúði er major 🗝.
  • Þú MÁTT hætta hvenær sem er, ef þetta veldur þér vanlíðan eða ef að þú bara hreint nennir þessu ekki þá bara hætta, engin skömm i því – hamingjusöm mamma, hamingjusamt barn ♡
  • Passa að eiga gott krem fyrir geirvörturnar, þetta er mikið álag a greyið nipplurnar og það þarf að hugsa vel um þær.
  • Borða vel og reglulega, það heldur oftast framleiðslunni gangandi vel.

7b57b70fa0a6d723609c6460afb48369826308347593896245.jpg

Jæja ætla að segja þetta gott og fara og leyfa Villimey að hanga á mér ♡

Þangað til næst

picture_20190107_0956597114166923419196899001.jpg

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s