Föndurborð!

Ég er klárlega ein af þessum mömmum sem finnst skemmtilegra að hafa hlutina persónulega og þá sérstaklega þegar kemur að heimagerðum hlutum.

Við erum nýlega búin að vera að brjálast yfir sófaborðinu okkar. Það er hið klassíska flotta ikea borð úr LACK línunni. Ekkert augnkonfekt en gerir sina vinnu. Svo i brjálæði mínu í gær ákvað ég að taka það úr umferð. Og já, á meðan mín leit að sófaborði sem getur komið í staðinn fyrir hið klassíska LACK þá verður ekkert sófaborð!

Heiðrós Elektra (5 ára) dóttir mín, er með heltekin af perlum og fékk heilan HAUG af þeim í jólagjöf. En þetta er gjörsamlega út um allt!! Þrátt fyrir það að hafa þetta allt i serstökum boxum þá þurfti hún að hafa einhvern stað þar sem perlurnar væru bara kyrrar allan liðlangandaginn. Og það væri ekkert betra heldur en hún kæmist i þær alveg hjálparlaust. Og þar kemur LACK við sögu, vitiði það er alltaf hægt að treysta a IKEA.

Ég er með hálftómann vegg inní stofu við hliðina á sjónvarpinu. Og ég hugsaði með sjálfri mér ,,Védís, væri ekki geðveikt ef þu gætir stundum horft á Dr.Phil i friði en samt haft auga með stelpunum?“ Ég veit, ég veit mamma ársins en börn þurfa líka að læra að leika ein. Svo planið var einfalt!

Svo ég tók neðri hæðina af borðinu svo eftir var bara borðið sjálft. Ef keypt er nýtt borð er bara hægt að setja það saman án þess að setja plötuna undir. Og að sjálfsögðu þegar við kemur börnum og einhverskonar byggingarvinnu (ef það má kalla þetta byggingarvinnu) þá vilja þau alltaf taka þátt. Svo í staðinn fyrir að horfa á þá staðreynd að stofan mín yrði seint eins og nýklippt úr tískublaði reið ég á vaðið og lét stelpurnar stimpla handafarinu sínu á alla borðplötuna með acril málningu. Acril málning er ekki dýr og mjög auðvelt að þvo af litlum höndum. Hún er fáanleg i föndurbúðum og einnig i søstrene grøne á góðum prís.

Ég setti síðan plötuna sem á að vera á neðri hæðinni upp við vegginn eftir að eg var búin að bora hana í „bakið“ á borðinu. Þetta er algjörlega valfrjálst en mér fannst þetta verða meira að föndurborði við þessa ákvörðun. Henti stólum ( sem fást að sjálfsögðu í IKEA) að og skellti ca helmingnum af perludótinu ofan á borðið. Og voila! Ready, steady, go!

Borðið sjálft án stóla

Ég gerði borðið um 11 leitið í morgun og barnið er búið að sitja við það síðan. Ég ætla síðan að lakka yfir handaförin til að þau haldist betur á. En við þetta borð verður pottþétt málað, litað, púslað og já auðvitað perlað í tonnavís.

Heiðrós Elektra strax byrjuð að perla. Krummapeysuna prjónaði ég.

Þangað til næst!

Krílíhækrílíbæ 🎈

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: