Irpa Fönn – Kynning

Ég heiti Irpa Fönn og er 21 árs. Ég á tveggja ára strák, hann Maríus Blæ og búum við saman heima hjá foreldrum mínum ásamt yngri systkinum mínum tveimur og hundunum okkar.

50810159_2061499247261464_4190869391962800128_n (1)

Ég er í fjarnámi við Háskólann á Bifröst þar sem ég legg stund á viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti og samfélagsmiðla. Ég vinn einnig virka daga í verslun á meðan strákurinn minn er í leikskólanum og aðra hvora helgi vinn ég sem barþjónn.

Ég hef meðal annars áhuga á hreyfingu, umhverfismálum, tísku, heilbrigði og heilbrigðum lífstíl. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hluti af maedur.com, það er allskonar spennandi að gerast hjá mér þetta árið og ég get ekki beðið eftir því að deila því með ykkur. Ef að þið hafið áhuga á að fylgjast nánar með okkur þá er ég mjög virk á instagram undir: irpafonn.

Til þess að byrja með ætla ég þó að deila með ykkur nokkrum myndum í viðbót af okkur mæðginum að gera það sem okkur finnst skemmtilegast að gera saman – vera saman 😊

51137474_391637314738423_7308256032352894976_n (1)51272916_287064885298843_1499692757449441280_n (1)51260256_403918390345960_8537316440850563072_n (1)50937074_335766103815420_8960398306081505280_n (1)

Irpa Fönn

 

 

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: