Valdís Erla

Mikið er gaman að fá að skrifa hérna inn á. Mig hefur lengi langað að byrja en það var ekki fyrr en núna sem ég ákvað að stíga út fyrir þægindarammann og gera það sem mig langar til burt séð frá hvað öðrum komi til með að finnast.

En þá skulum við byrja þetta, Valdís Erla heiti ég og er 22 ára mamma, ég er nemi í lagadeild við Háskóla Íslands, en hef ákveðið að taka mér tímabunda pásu og byrja aftur í skólanum næsta haust. Litla stelpan mín heitir Diana en hún kom í heiminn þann 30. júlí árið 2017. Pabbi hennar er franskur og á heimilinu okkar er því töluð franska – íslenska og enska sem getur verið ansi snúið.

Ég hef ótrúlega víðtækt áhugasvið, allt frá því að vera áhugi á tísku og förðun yfir í lög og reglugerðir, en ég mun líklegast skrifa mest um móðurhlutverkið, falleg heimili, hreyfingu og fullt, fullt fleira. Ég hef ótrúlega gaman af því að prófa eitthvað nýtt og lenda í ævintýrum en ég get líka verið voða heimakær og finnst oft best að hafa það kósý heima, helst með kerti og undir teppi. 

Eins mikið og ég reyni að vera skipulögð fer yfirleitt allt í flækju hjá mér og ég er 100% ein af þessum sem verður að skrifa allt niður ef ég ætla muna það, svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig fyrsta árið í laganámi var með óléttuheila. Ég hlakka mikið til að byrja skrifa hér en ég læt þetta duga hvað varðar stutta kynningu. Ef ykkur langar að fylgjast betur með okkur finnið þið mig undir nafninu valdiserla á instagram.