Bullet journal | FEBRÚAR

Jæja, ég er að birta þessa færslu aðeins seinna en ég ætlaði mér en það er bara búið að vera mikið um að vera hjá mér síðustu daga.

Ég viðurkenni að ég gerði lítið í bókina í janúar og hún er svakalega einföld fyrir febrúar mánuðinn en stundum er það bara þannig að maður hefur ekki tíma í að setjast niður til að dunda sér – en þá reynir maður bara betur seinna frekar en að hætta.

Ætla fyrst að sýna aðeins það sem komið er

Ég er ekki alveg sátt með febrúar, eins og eg dagði fyrir ofan að þá er mánuðurinn frekar einfaldur, en það er smá plánetu þema í gangi – Óli er alveg búinn að smita mig með því æði. Mun svo bara dunda mér að skreyta aðeins meira og betur þegar ég hef tíma.

Mér finnst þetta sniðug hugmynd og ég ætla klárlega að hafa svona þakklætis síðu í hverjum mánuði.

Já, þar hafið þið það. Bókin verður vonandi aðeins meira spennandi næst.

Ætla ekki að hafa þetta langt, langaði bara rétt að skella inn myndum og sýna ykkur.

Þangað til næst ♡