Sexy hair. VOL I

*Færslan er ekki kostuð – vörurnar fékk ég að gjöf*

Nú um daginn fékk ég það frábæra tækifæri til þess að prófa vörur úr sexy hair línunni. Og ég sem geng um með hárið í hnút eftir að hafa stigið fæti upp úr rúminu og litið úti fyrir að hafa verið i fjallgöngu í 50 metra vindi heldur en sofandi ákvað auðvitað að slá til. Ég hef oft greint mig með ýmsa „lúxus vandamála syndrome“ ef að má kalla.. Resting bitchsface syndrome-ið..  Hættuaðgeraþigaðfífli syndrome-ið og fleira. Og þar meðal annars að hafa fengið  hárvöxt úr ættinni sem ætti betur heima á rollu heldur en á höfðinu á mér. Og það varð nú heldur ekkert skárra eftir þrjár meðgöngur og brjóstagjafir. Þetta kallast ekki lúxusvandamál. Þetta er VANDAMÁL!

20190217_213900

En ég fékk tilkall frá guði og hann sendi mér þessar vörur (í þessu tilviki er guð Snyrtivörudeild Hagkaupa í Smáralind). Ég vildi byrja á því að segja ykkur frá vörum um ÁÐUR en ég prófa þær, sem sagt lýsa virkni þeirra og annað. Ásamt mynd af hárinu mínu ÁÐUR en ég byrja að nota vörurnar. Því ég vill fara í þetta ferli með ykkur og þið fáið þá mun betri tilfinningu fyrir vörunum. Auðvitað get ég ekki sent ykkur lokk af rolluhárinu en myndir segja yfirleitt meira en maður heldur. Spennan er það rafmögnuð að ég fjárfesti í nýjum hárblásara kæru landsmenn!

Fyrsta varan sem ég fékk og hef mikla tröllatrú á er sexy hair soya want it all 22-in-1. 6_22ab84cf-2ace-43a6-8833-09aedf258cde_1024x1024.jpg

Þetta er leave-in næring. Léttur úði sem hentar fyrir allar hárgerðir. Þessi magnaða vara gerir ansi margt get ég sagt ykkur. Á meðal annars gefur raka, anti frizzing, undirbýr hárið fyrir greiðslu/stíleseringu. Gefur glans og miklu miklu fleira eða um það bil 22 hluti! Svo auðvitað er þetta fuuullt af einhverju hárgúmmelaði. Soya, kakó, argan olíu og sólblómafræs extract svo eitthvað sé nefnt. Og allt í einni dós? Ég tryllist, án gríns! Maður á að skella þessu undri í hárið þegar það er rakt eða svona handklæðaþurrt í beinni þýðingu. Og blása svo hárið, einfalt – óþægilegt og fljótlegt ekki satt? Svo gerast einhverjir töfrar!!

Hin varan er soy tri-wheat leave in conditioner.GUEST_4ea18379-4ae1-4bd1-8fa9-89dc551ce802

Þarna erum við að tala saman. Það að þessi vara hafi lent inn í skáp hjá mér þýðir að öllum mínum bænum hafi verið svarað. Þetta á að leysa út flækjur og vernda hárið, ásamt fleiri sturluðum hæfileikum. Ég sver það rollan (eg) verður að alpakka þegar þetta hefur unnið sína vinnu. Þetta hentar einnig öllum hártýpum og inniheldur soya, kakó ásamt tri-wheat.

 

Eins og ég sagði hér fyrir ofan vill ég taka ykkur með mér í þetta ferðalag. Ég ætla að byrja að nota vörurnar á morgun (18.febrúar 2019) og verð með það ferli a instastory-inu mínu. Skellum okkur í ferðlag og í þetta sinn skaltu ekki festa beltin! Þetta verður eitthvað!

 

KOMDU MEÐ!

 

Taka skal fram að vörurnar fást aðeins í Snyrtivörudeild Hagkaupa í Smáralind

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: