Konudagurinn

Hingað til hef ég ekki verið nógu dugleg að halda upp á þessa daga, og höfum við þá látið Valentínusardaginn duga. En ég hef aðeins verið að endurskoða það.. Því í rauninni er gaman að hafa ástæður til að brjóta upp hversdagsleikann, hvað þá yfir háveturinn.. Og hvað er þá skemmtilegra en að koma makanum sínum á óvart?

Hér koma nokkrar hugmyndir fyrir Konudaginn með ágætis verðbili.

Það er ótrúlega gaman að sjá hve margir veitingastaðir hafa komið með vegleg tilboð, þar má nefna sem dæmi : Sæta Svínið, Tapas barinn, Apótekið og ábyggilega marga fleiri. Það þarf oft ekki mikið til að gleðja, stundum getur lítið kort með fallegum texta verið mjög dýrmætt. Þá hefur IKEA einnig auglýst svokallaða konudagsköku þar sem þú getur ákveðið hvað á henni stendur en hún er á 1999.kr og finnst mér það ágætlega vel sloppið.

Blómvendir klikka líka seint.

En svo er einnig hægt að koma á óvart með sætri gjöf, getur verið fallegur vasi, ég kíkti í H&M-Home um daginn og sá þar marga fallega. Ég féll hins vegar alveg fyrir þessum.

Ég er kannski ekki hlutlaus hér en þessi skartgripalína er í miklu uppáhaldi hjá mér en systir mín er að vísu gullsmiðurinn og heitir línan The Grey.

Mæli með að kíkja á hana á Instagram, hægt er að panta hjá henni þar en annars fást vörurnar hennar á Nielsen, sérverslun, staðsett í Bankastræti.

Ég elska elska elska ilmkerti, sá ég þessi kerti í Húsgagnahöllinni. Ég hef líka átt ilmkubba úr Geysi sem mér finnst ótrúlega kósý og mjög sniðug gjöf.

Þá sá ég að WorldClass er með konudagstilboð í betri stofuna og nudd. Sem hljómar mjög vel, en persónulega finnst mér alveg jafn dásamlegt að fara   út á land, þó það sé bara dagsferð er helling hægt að gera og skoða. Kíkja kannski saman í sund og fara í gögnutúr.

Mig langar líka að minna á leikinn okkar inn á Facebook, en mæður.com og Mavala á Íslandi ætla gleðja tvær heppnar vinkonur með glæsilegri gjafakörfu með naglavörum frá Mavala og ætlum við að draga út á sjálfan konudaginn.

EN þrátt fyrir allar gjafahugmyndirnar hérna fyrir ofan, langar mig samt að minna á það mikilvægasta. Sýnum væntumþykju, athygli, gleði og höfum gaman saman. Verum á staðnum og njótum með þeim sem okkur þykir vænt um og reynum að gera það besta úr því sem við höfum.

Gleðilegan konudag, allar konur!


Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: