Bullet journal | MARS

Gleðilegan miðvikudag kæra fólk.

Ég ætla ekkert að vera að sýna ykkur hvernig febrúar mánuðurinn endaði, enda ekkert spennandi
að gerast í bókinni þá. Ef þið viljið þá er hægt að skoða “set-upið“ fyrir janúar hér og fyrir febrúar hér.
Ég er alveg búin að læra það að ég er ekki dagbókar týpan, s.s týpan sem skrifar allt niður hvernig dagurinn er og hvernig mér líður og þess háttar, þannig vikan í mars mánuði í bókinni er aðeins öðruvísi, minna pláss til að skrifa og verður meira skipulag á dögunum, to do listar og þannig.

3

Hver þarf ekki smá jákvæðis blaðsíðu í bókina sína?

1

Svona byrjar mánuðurinn. Ég sá þessa síðu vinstra megin á Pinterest og fannst þetta ótrúlega falleg og skemmtileg síða og tengist ekki einum mánuði heldur bara þegar þér dettur eitthvað í hug sem gerir þig hamingjusama þá skrifaru það niður.

2

Af því þú veist.. chill out
4

Svona lítur vikan út, eins og ég sagði fyrir ofan þá er minna svæði til að skrifa
og meira skipulag á verkefnum vikunnar og to-do lista fyrir daginn.

5

Ég var með svona þakklætis síðu fyrir febrúar líka og ætla að reyna að muna að hafa svona síðu fyrir hvern mánuð. Finnst þetta skemmtilegt og lætur mann hugsa aðeins, maður getur verið þakklátur fyrir svo margt, þarf ekki að vera stórir og “mikilvægir“ hlutir.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og vona að ykkur líki vel við þennan mánuð í bókinni og fáið smá inspó.
Annars mæli ég hiklaust með að kíkja á Pinterest ef ykkur vantar hugmyndir, margt sniðugt og fallegt hægt að finna þar.

picture_20190107_0956597114166923419196899001.jpg

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s