Myndatökur!

Nú elska ég myndatökur og sérstaklega að eiga fallegar myndir af litlu stelpunni minni, mér finnst það ákveðin fjárfesting, þau eru svo fljót að stækka og finnst mér svo dýrmætt þar sem maður á það til að vera fljótur að gleyma. Ég hef prófað marga ljósmyndara, og langar að deila með ykkur mínum uppáhalds myndum og verður því þessi færsla smá persónulegri en aðrar. 

Þegar kemur að fjölskyldumyndatöku finnst mér mikilvægast að öllum líði vel, ég hef farið til Elsu Maríu með stelpuna mína, Elsa á sjálf tvö börn og er andrúmsloftið hjá henni er ótrúlega létt og er alltaf stutt í grínið. Hún hefur myndað mína litlu frekar oft, en við fórum fyrst til hennar í ungbarnamyndatöku og höfum verið duglegar að fara síðan. Mér fannst líka verðlagið hjá henni mjög sanngjarnt. Ég læt því fylgja með síðuna hennar, þá langar mig alveg sérstaklega að mæla með útimyndunum hennar. https://www.elsamaria-photography.com

Þegar ég gekk með stelpuna mína, fór ég í óléttumyndatöku hjá Emelie Ohlsson en hún kallar sig Femaryah á Instagram og öðrum miðlum, og langar mig að sýna ykkur nokkrar myndir frá henni, hún er ótrúlega fær og mjög gaman að hafa fengið hana til mynda okkur, hún er mjög dugleg að koma til Íslands þar sem hún elskar íslenska náttúru og óskar oft eftir barnshafandi konum til að sitja fyrir hjá sér þeim að kostnaðarlausu. Hér koma nokkrar myndir frá henni. 

Þá fórum við einnig til Söru Emelie en hún er búsett í Noregi. Mér finnst myndirnar frá henni líka dásamlegar og ætla því að leyfa þeim að vera með í þessari færslu.

Ég ætla ekki að hafa þessa færslu of langa en í dag finnst mér ungbarnamyndirnar af minni litlu lang dýrmætastar og sé alls ekki eftir því að hafa farið með hana, þau eru svo ótrúlega fljót að stækka og það er svo gaman að geta flett í gegnum gamlar myndir.

Takk fyrir mig, þangað til næst!

Valdís Erla

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: