Baðtími barnanna / okkar rútína

Nú búum við í íbúð sem er ekki með baðkari svo eldra barnið mitt (6 ára) fer í sturtu en yngra dýrið (1,5 árs) passar ennþá í gamla og góða baðbalann frá IKEA svo við notum það ennþá fyrir hana. Honum Óla finnst alveg ótrúlega leiðinlegt að fara í sturtu og er ekkert meira í heiminum sem hann hatar en að fá vatn eða sápu í augun sín og þolir ekki sterka lykt og svo er Villimey með barnaexem svo það er voða lítið notað í hennar baðtíma. Þið hugsið kannski tilhvers að vera nota vörur á börnin en börnin mín geta orðið mjög skítug, Þau er mikið úti að leika og eru ekki hrædd við að verða skítug, slys koma fyrir og yngra barnið fær stundum slys uppá bak ennþá og svo er matur endalaust í hárinu á þeim. Já ég á skítug börn!
Mig langaði að deila með ykkur vörum sem við höfum verið að nota, vörur sem erta ekki augun fyrir eldra barnið og vörur sem erta ekki húðina á yngra dýrinu.

Líkami

Ég nota eingöngu sturtu/baðsápu frá Childs farm á bæði börnin, en í öllum þeirra vörur eru innihaldsefnin og kjarnolíurnar náttúrulegar. Lyktin frá þessum vörum eru mildar og góðar og því fullkomið fyrir Óla, en hann er á einhverfurófi og öll sterk lykt fer í hann. Honum finnst þessi sápa best. Ég kaupi alltaf vörur frá Childs farm bara í Lyfju en þær eru alveg örugglega til annars staðar.

childs-farm-hair-and-body-wash-blackberry-and-organic-apple-250ml-51fc2b0d22a45c43cae885f6f5d27eb5

Ég nota í raun ekkert á líkamann hennar Villimeyjar, en ég fékk frábært ráð frá einni útaf húðinni hennar en það er að setja smá hreina ólívu olíu í baðið hennar og hún verður alveg einstaklega mjúk og góð í húðinni eftir baðið. Stundum nota ég samt sápu frá Child farms sem er góð fyrir börn með viðkvæma húð og á að hafa róandi áhrif en þá set ég bara nokkra dropa í balann og er ekkert að bera neitt á hana. Fyndið en þegar við prófuðum þessa sápu fyrst í baðið hennar að þá steinsofnaði hún eftir baðið í fanginu á frænda sínum án þess að þurfa að rugga henni sem þurfti alltaf að gera þegar hún var yngri, þannig já ég skal trúa að þessi sápa hefur róandi áhrif!

Sensitive-Bedtime-Bubbles

Hár

Óli er með frekar gróft hár og finnst mér öll shampoo gera hárið hans svakalega þurrt, ég fékk vöru til að prófa og verð ég að segja að við erum ástfangin. En þetta er shampoo úr barnalínu Paul Mitchell og heitir Baby Don’t Cry en þetta shampoo er rosalega milt og ekki sterk lykt af henni sem en og aftur er frábært fyrir hann Óla og ertir ekki augun sem er bara algjört must þegar kemur að börnum. Eins með shampoo-ið sem ég nota frá Paul Mitchell úr krullulínunni að þá þarf ekki hárnæringu eftir þvott, en það er næring í shampoo-inu og hárið verður einstaklega mjúkt og heilbrigt eftir á. Ég mæli alveg sérstaklega með þessari vöru eins og með flest annað frá Paul Mitchell! Hægt er að kaupa þessa vöru hjá hárvörur.is

baby_dont_cry_grande

Villimey er ennþá með svo fínt og lítið hár svo hún fær ekkert í hárið sitt nema stundum olíu ef það er að myndast skán í hársvörðinn.

Eftir baðtíma er þurrkað og svo borið Decubal rakakremið fyrir börn, en það er hands down besta rakakremið þarna úti, ég sver það! Óli þarf nú ekkert mikið krem á sig hann er með fullkomna húð en stundum á veturnar verður hún smá þurr og þá gerir þetta krem kraftaverk. Þetta er borið á Villimey á hverjum degi og hún er alltaf mjúk og þetta hjálpar við að halda exeminu niðri (ásamt sterakremi samt).

f21d968c18306089f540ccd849458fae

picture_20190107_0956597114166923419196899001.jpg

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: