Mavala-neglur

Ég elska Mavala naglalökkin..

Ég er allgjör klaufi þegar kemur að því að setja á mig naglalakk og á ég nokkrar vinkonur sem geta staðfest það, en einhvern veginn tekst mér að setja þetta fína naglalakk á, án þess að allt endi í klessu. Mig langar að byrja á að telja upp helstu kostina við vörurnar frá Mavala en naglalökkin þorna fljótt, litirnir eru mjög fallegir, mér finnst auðvelt að setja naglalakkið á mig og vörurnar eru búnar til með það í huga að eyðileggja ekki neglurnar heldur styrkja.

Vörurnar eru hannaðar í Sviss en fyrirtækið var stofnað 1958

Ég fékk þennan fína pakka frá Mavala á Íslandi og langar aðeins að segja ykkur frá vörunum en áður en ég fékk pakkann hafði ég sjálf keypt mér naglalökk frá merkinu sem og base coat/ grunn og top coat og hafði því góða reynslu af vörunum áður en færslan var skrifuð.
Af litunum sem ég prófaði fannst mér sá gyllti (Nr. 193) og heitir coper gold, standa upp úr þrátt fyrir að finnast hinir tveir mjög fallegir.

Það sem kom mér mest á óvart var pennin sem ég fékk!

En hann er ætlaður naglaböndunum og er samansettur úr sólblómaolíu, ólvíuolíu, sætri möndluolíu, hveitikím olíu, ásamt A, E og F vítamínum.

Hann gerði kraftaverk fyrir naglaböndin mín en þau eru ansi gjörn verða þurr og rifna, sérstaklega þegar maður hefur ekki séð sólina í langan tíma.. eins og vill gerast á þessu blessaða landi, penninn bæði mýkir naglaböndin og gerir það auðveldara að ýta þeim upp, mér finnst hann allgjört „must have“ yfir veturinn.

Mild Nail Polish Remover

Mig langar líka að segja ykkur frá því að þessi naglalakka hreinsir er gerður sérstaklega til að koma í veg fyrir að neglurnar brotni eða verði viðkvæmar eftir á og virkar hann líka mjög vel, það er ekki brjálæðislega sterk lykt af honum sem mér finnst einnig kostur.

Þá langar mig að segja ykkur frá því að vörurnar fást í öllum betri apótekum og Modus

Takk fyrir að lesa

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: