milk_shake

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hárvörur.is

Mig langaði til þess að segja ykkur frá mínum uppáhalds hárvörum þessa stundina. Ég er búin að vera gífurlega þurr eftir að ég var ólétt að öllu leyti, ég er þurr í framan, húðinni allri og hárið á mér er mjög þurrt en ég er svo sem mjög þurr almennt.

Ég er líka með mjög erfitt hár sem þarf að hafa mikið fyrir, ég fékk þessar vörur að gjöf frá Hárvörur.is og þær hafa einfaldað mér mjög mikið.

Hér er um að ræða integrity intensive treatment hármaska sem að er mjög þægilegur í notkun ég hef persónulega bara átt hármaska sem koma í dollum en það er einstaklega þægilegt að hafa hann í svona túpu, hann er vel rakagefandi og hentar flestum hártegundum. Ég nota hann 2 sinnum í viku og finn bæði og sé mikinn mun á hárinu á mér. Það er einnig þægilegt hve stuttan tíma hann er í hárinu en maskinn þarf 3 mínútur í handklæðaþurru hári áður en hann er skolaður úr.

Síðan er það no frizz glistening milk en það er hár“mjólk“ notuð til þess að minnka frizz í hárinu, mín hárgerð er þannig að ég er með liðað hár og mjög gjarnt á að vera frizzy en ég set eitt sprey í aðra hendina og nudda í hárið, síðan flétti ég það og morguninn eftir þegar að ég tek flétturnar úr set ég aftur eitt sprey og nudda í hárið.

IMG_1033Þessar vörur voru fengnar að gjöf frá Hárvörur.is

Báðar vörurnar eru klárlega vörur sem ég kem til með að nota áfram og kaupa mér síðan aftur þegar að þær klárast, ég var mjög ánægð með þær og sé og finn mikinn mun á hárinu á mér. Aðallega á því hvað það er mun þægilegra að meðhöndla það núna.

Þangað til næst

Irpa Fönn (insta: irpafonn)

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: