Kynningarþráður

Hæhæ!

Hannah heiti ég og er tvítug nýbökuð móðir og unnusta. Við unnustinn trúlofuðumst í fyrra í fríi í París (klisja, ég veit) stuttu eftir að ég fékk jákvætt ólettupróf. Yndislega dóttir okkar, Snædís Heba, fæddist síðan 19.02.19 eftir að hafa gengið með hana í nánast 42 vikur.

Við vorum svo heppin að eignast aðra litla dóttur á meðgöngunni, en hún er á fjórum fótum og sumir vilja meina hún sé „bara hundur“ 😉 en fyrir mér þá er litla Mandlan okkar er svo sannarlega jafn stór partur af fjölskyldunni og við hin.  Saman búum við öll í íbúðinni okkar sem er staðsett í Hafnarfirði.

Ég hef mikinn áhuga á líkamsrækt og sérstaklega þá kraftlyftingum og er ég mikið spennt að deila með ykkur æfingum, mataræði og árangusmyndum þegar það kemur að því! Annars legg ég alltaf áhærslu á hreint heimili, því þannig líður mér best en yfir árin þá hef ég nelgt niður góðri þrif rútinu sem ég fylgi 2-3x á viku sem tekur enga stund en virkar vel! – ég mun sýna ykkur frá henni síðar.

Ég hlakka mikið til að fá að vera með í þessum æðislega hóp og spennt að fá að segja ykkur frá lífi mínu!

 

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: