Páska eggið fær nýtt líf

Nú eru páskarnir búnir og eiga eflaust flestir mikinn afgang af páska egginu sjálfu eða það var allavega svoleiðis á þessu heimili… en ekki lengur! nei við Anja eldri dóttir mín ákváðum að gefa restinni af páska egginu nýtt líf, einstaklega einföld uppskrift sem krakkarnir geta tekið þátt í frá A-Ö

Þetta fannst henni æðislega gaman og var stolt að leyfa mömmu sinni að smakka góðgætið sem hún vann hörðum höndum við að búa til ! með smá hjálp þá aðallega við að bræða súkkulaðið

Uppskrift

  1. setjið restina af páskaegginu í pott og bræðið ( ég bætti smá salti við )
  2. setjið rice krispies í skál og súkkkulaðið
  3. blandið þessu saman og setjið í form eða eins og Anja gerði setti á smjörrpappír

Aðferð

1. Bræðið páskaeggið

paska2

2. Setjið í form eða teiknið hring á smjörpappír og leyfið börnunum að filla inní!

paska3

paska4

Þangað til næst

guinsta

skrifaði

Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist. Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar! Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það, Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.