Nærandi fyrir húð og hár – Sexy hair

Ég hef verið að leita mér að vöru sem nærir bæði húð og hár, er auðveld og þægileg í notkun.

Flestir sem þekkja mig vita að ég vel þægindi oftast umfram allt! ég elska bað tíman minn þó svo hann er oftast ekki langur enda bíða gormarnir mínir æstir við hurðina eftir mömmu sinni en þá er eins gott að hafa hraðar hendur og  get ég sagt ykkur að þessi viðbót er vægast sagt velkomin inní mína eftir bað rútínu

Lyktin af þessu er vægast sagt guðdómleg, spreyið sem um er að ræða heitir, Rose elixir inniheldur rose og almond oil,  spreyið nærir hárið og kemur í veg fyrir að háraliturinn dofni einnig er hægt að spreygja Rose elixir á líkaman til að gefa húðinni rakan sem húðin þarf á að halda!

har1

Ég hef verið að nota Rose elixir núna daglega í dágóðan tíma og hefur það reynst mér ákaflega vel.

Einnig hef ég verið að vinna með Color lock hairspreyið úr sömu línu en það sprey  hentar mínu hári fullkomlega það gefur hárinu gljáa og miðlungs stífleika sem endist út kvöldið já eða daginn! allt sem er þægilegt og fljótlegt þar er ég! þegar að ég hef lítinn sem engan tíma finnst mér gott að geta hent hárinu upp í snyrtilegt tagl spreyja örlítið yfir svo ég líti ekki út eins og reitt hæna þegar að ég hef daginn minn!

Þessi færlsa er unnin í samstarfi við HÁRVÖRUR.IS

Þangað til næst

 

guinsta

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: