Slysabarn

Eitt af þeim fáu hlutum em eg var ekki búin að undirbúa mig undir það að þurfa að hugsa um þegar ég væri móðir var að fá símtöl sem hljóða svona:

„ég vildi bara láta þig vita að dóttir þín lenti í slysi“

Í fyrsta skipti sem ég fékk svona hringingu var eins og hjartað í mér stoppaði. Ég panikaði út í eitt, labbaði út um allar trissur leitandi að bíl lyklum til þess að bruna og sækja barnið. Ég var liggur við búin að sjá það fyrir mér að dóttir mín myndi enda í öndunarvél eða væri í bráðri lífshættu.

Nú á ég þrjár stelpur og get ég sagt að sú elsta og yngsta eru algjörir klaufabárðar. Það eru þær sem maður fær þessar hringingar mest vegna, sú sem er í miðjunni er öll önnur og fer mjög varlega í lífinu.

Þssi elsta er sú sem hefur oftast verið upp á slysadeild, og maður er farin að grínast með það að bráðum fari hún að eignast stimpilkort þangað. Bara í fyrra þá datt hún svo illilega með stólbak á milli lappanna á sér að hún þurfti að vera frá skóla í alveg tvær vikur. Næsta hringing kom vegna þess að hún var í afmæli í fimleikasal og þar sem hún er að æfa fimleika þá fannst henni greinilega sniðugt að sýna fimi sína aðeins og það endaði með nefbroti. Svo fór hún núna í apríl og sprengdi liðpokann í olnboganum á sér út í garði við einhverjar fimleikakúnstir.

Yngsta lenti nú í sínu fyrsta slysi fyrir stuttu en þá var það einnig nefið á henni. Hún að vísu braut það ekki en brákaði illa. Þetta gerðist í rennibrautinni í leikskólanum. Hún er samt einmitt sú typa sem ég bjóst mest við að hringingarnar yrðu vegna, hún er algjör klunni og lifir gjörsamlega á brúninni. Það er ekki einn staður sem stoppar hana við að gera það sem hún ætlar sér að gera. Orkubrunnurinn er á við ljón að eltast við antilópu, hún þarf að ganga ansi langt til þess að tæma hann.

Það sem ég lærði af pabba mínum fyrir ekki svo löngu er að halda ró minni þegar slysin gerast. Það er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að ég gæti gert. En þegar síðustu slys urðu kom ég sjálfri mér á óvart með hversu róleg ég var. Vanalega hefði ég hlupið út um allt eins og hauslaus hæna með það í huganum að barnið lægi við dauðans dyr við minnstu skrámu. En pabbi minn sagði mér eitt sinn

„ekki gera meira úr þessu en sem er“

Sem er alveg rétt, við meigum ekki gera meira en það sem er úr hlutunum. Því ef við förumí kerfi fara börnin líka í kerfi og verða talsvert ómótækilegri.

Svo er einnig mjög mikilvægt að skilja það að slysin gera ekki alltaf boð á undan sér, í flestum tilvikum aldrei. Og þá er einnig mikilvægt að vera í góðu sambandi við þann stað sem slysið gerist á. Hvort sem það er leikskóli, íþróttahús eða ömmu og afa hús þá verðum við að taka í reikninginn að slysin geta einnig gerst í okkar umsjá.

En ég get að gamni sagt að börnin mín séu slysabörn, eða börn sem lenda ansi oft í slysum.

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: