Fjallagrös og skordýr.

Nú hef ég alið upp náttúrubarn í 9 ár. Og þegar ég meina náttúrubarn er ég að tala um barn sem myndi frekar vilja liggja i moldarpolli heldur en að dröslast um með mömmu sinni í bílnum. Theodóra hefur alltaf haft mikin áhuga á nátturunni og því sem fylgir henni. Steinar, ýmsar blómategundir og skordýr er tíðir gestir á þessu heimili.

Ég viðurkenni fúslega að ég er ekkert hinn mesti áhugamaður um fjallagrös og mosategundir, en þó hef ég alveg einhvern áhuga þar sem fjallgöngur og sumarbústaðaferðir eru mikil dekurstund fyrir okkur fjölskylduna.

En þar sem það gætu leynst aðrir náttúrukrakkar hér um víðan völl fannst mér tilvalið að benda þeim mæðrum/feðrum á dýradaginn sem verður haldinn þann 22.maí á vegum landverndar.

Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 22. maí 2019 en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Gengið verður í skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn þar sem skipulögð dagskrá verður. Þema göngunnar er málefni hafsins og viðburðurinn er settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum.

Tekið af landvernd.is

Landvernd er framtak sem ég greiði mánaðarlega litla upphæð í nafni Theodóru, þar sem ég hef lítin em engan áhuga á þessu en ákvað samt að taka þá ákvörðun að leyfa henni að styrkja eitthvað sem vekur hennar athygli.

Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir stuttu, að þó ég sýni því ekki áhuga sem stelpurnar dást að þá mun ég aðstoða þær í því að fræðast um hlutinn. Hver hefur ekki lennt í því að foreldið þitt hafi minnsta sem engan áhuga á því sem þú ert að sýna því. Og þá er ég að tala um kannski laufblað eða eitthvern enn einn leikfangabæklinginn. Mér allaveganna gæti ekki verið meira sama um nýja kjólinn sem Elsa fær í nýju frozen myndinni, en Heiðrós myndi deyja fyrir eintak.

En þar sem pistillinn minn var skrifaður með dýradaginn í huga ætla ég að skella inn dagskránni hingað inn.

Dagskrá Dýradagsins þann 22. maí 2019
14:00-14:30 Nemendur klæða sig í búninga og safnast saman á skólalóð Laugarnesskóla
14:30-15:00 Gengið í skrúðgöngu inn í Grasagarðinn (Reykjavegi verður lokað tímabundið)
15:00-15:30 Dagskrá í Grasagarðinum, stutt ávörp, hugvekja frá nemendum og skemmtun.

Tekið af landvernd.is

En ef áhugi ykkar vaknaði fyrir landvernd þá mæki ég eindregið að kíkja á síðuna þeirra.

Landvernd.is

Það er margt skemmtilegt og jafnt sem fræðandi bæði fyrir fullorðna og börn.

Vert er að taka fram að færslan er EKKI skrifuð í samstarfi við landvernd heldur einungis vegna áhuga pistlahöfundar.

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: