Við fjölskyldan höfum gert heldur mikið í sumar, enda bíður fallega landið okkar upp á svo mikið. Alveg frá dagsferðum, bæjarferðum og uppí helgarferðum upp í bústað.
Sú ferð sem stóð mest upp úr var dags ferð til Vestmannaeyja, við fjölskyldan eyddum þessum degi með föðurfjölskyldu minni! við kynntum krökkunum fyrir eyjunni, sprönguðum, fórum í sund og svo enduðum við á pizza 67 meðan við byðum eftir ferjunni! stelpurnar höfðu aldrei áður farið í skip, Kristel spáði lítið í ferjunni enn Önju fannst þetta stórmerkilegt og sýndi mikinn áhuga, já þetta var góður dagur.
Stundirnar með fjöldunni þurfa ekki alltaf að kosta mikinn pening þó svo þær ferðir séu líka ákaflega skemmtilegar! Börn muna ekki eftir peningunum sem þið eydduð í þau en þau muna eftir tímanum sem þið deilduð saman! minningar, það eru þær sem sitja eftir!
(Ekki skírasta myndin en mér þykir ákaflega vænt um hana, það er ekki oft sem það nást svona myndir! en eins og sjá má meig ég næstum í mig úr hlátri)
Hér fyrir neðan eru áhugaverðir staðir sem fjölskyldan getur heimsótt í fríinu
- Skessuhellir
- Þingvellir
- Kerið í Grímsnesi
- Gullfoss og Geysir
- Vestmannaeyjar
- Kjarnaskógur
- Víðistaðatún
- Viðey
- Mývatn grjótagjá
- Þakgil
- Úlfljótsvatn
- Hellisgerði
- Slakki
Mig langar einnig að nefna nokkrar skemmtilegar afþreyingar sem hægt er að njóta samverunni saman
- Fjallganga
Frábært að leyfa börnunum að hjálpa við að finna staðsetningu, smyrja nesti, frábær útivera og hreyfing sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. - Fjöruferð
Ég á ótal minningar af mér og foreldrum mínum í fjörunni, það er hægt að gera svo margt svo ég nefni dæmi þá er hægt að vaða, tína steina og skeljar (sem er svo hægt að mála á) skoða sjávarlífið! fletja kerlingar. - Berjamó
Þegar að ég var lítil fórum við amma mjög reglulega í berjamó fyrir aftan bústaðinn okkar, einnig vorum við frændsystkinin send út að tína ber sem amma gerði svo sultu úr. - Vaða
Já þetta þarf ekki að vera flókið! ég gat eitt tímunum saman í litlum læk við hliðin á sumarbústaðinn hjá ömmu og afa, oft var ég send útí læk til að ná í vatn til drykkju. - Víðistaðatún
Ég gæti ekki mælt meira með þeim stað! frábær leikvöllur fyrir krakkana ásamt hoppudínu,aparólu, frisbigólfi,tennisvelli og síðast en ekki síðst æðisleg grill aðstaða. - Skessuhellir
Í helli við smábáta höfnina í reykjanesbæ býr skessa, hún hrítur reyndar allsvaðalega og sefur allan sólahringinn en hún er mjg svo eftir sótt af landsmönnum, þar sem við búum í reykjanes heimsækjum við hana reglulega og finnst Önjun skessan og hellirinn stórmerkileg! - Lautaferð
Þegar lítill tími gefst í langferðir en þú vilt njóta sumarsins og náttúrunar með fjölskyldunni henta lautarferðir einstaklega vel! hver elskar ekki að njóta matar og drykkk úti sem fjölskyldan hjálpaðist við að útbúa! - Bogfimi
Bogfimisetrið er frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna. - Bókasafnið
Við kíkjum þangað allavega 2 í viku, Önju finnst æðislegt að velja bók sem við lesum svo um kvöldið, einnig eru fullt af spilum og trédóti sem henni finnst æðislegt að kíkja á!
Þangað til næst
SNAPP – GUDBJORGHREFNA