Fóstur missir sagan mín

Samkvæmt Ljósmóðir.is verða fósturlát í um 15 til 20% staðfestra þungana og er talið að um þriðja hver kona missi fóstur einhvern tíma á lífsleiðinni.

Fósturmissir er alltaf erfiður! nú hef ég misst 5 fóstur á mínum 26 árum og hef ég gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum, alveg frá létti og yfir í gríðarlega sorg!

Áður en ég held áfram vil ég segja að allar tilfinningar eiga rétt á sér, hver og ein kona tekst á við þetta erfiða verkefni á mismunandi vegu.

Hér er mín saga

Fyrsta skiptið sem ég missti fóstur var ég 16 ára, á þeim tíma bjó ég í breiðholtinu hjá ömmu og afa og stundaði nám í flensborg, eins og gefur að kynna fann ég fyrir miklum létti enda ung og eingan vegin tilbúin í foreldrahlutverkið.

18 ára var ég greind með endometriosu og blöðrur á eggjastokkum sem hefur gert þetta heldur erfiðara fyrir okkur Einar, mun tala meira um það síðar.

Tíminn leið og við Einar byrjuðum saman! á afmælisdaginn minn 5 jan 2014 komumst við að því að ég væri ólétt þá gengin sirka 6 vikur, þessi þungun var mjög kærkomin, við fórum upp á heilsugæslu til að staðfesta þungunina og pöntuðum svo tíma í snemmsónar.

Gleðin entist ekki lengi, 3 dögum eftir að við komumst að því að við ættum von á barni byrjaði að blæða og í framhaldinu af því fékk ég verki og svo var fóstrið komið niður um kvöldið, þar upplifði ég í fyrsta skiptið gríðarlega sorg, við þráðum þetta barn! ég man að lengi eftir þetta gat ég ekki horft á myndir og þætti sem tengdust óléttu og fæðingu á nokkurn hátt.

Eftir þetta fósturmissi fór allt af stað! þetta ferli heltók líf okkar og byrjaði heimurinn okkar Einars að snúast um barneignir, sem tók verulega á samband okkar. Ég átti erfitt með að samgleðjast konum sem gengu með barn og reyndi ég að forðast þær eins sorglegt og það hljómar.

eftir 2 fóstur missi í viðbót á stuttum tíma ákváðum við að leita til fagaðila, Einar fór í skoðun til að tékka hvort sæðið hans væri ekki í góðu standi sem reyndist svo vera! ég fann fyrir gríðarlegu samvisku biti yfir því að geta ekki orðið ólétt. 4 fóstur missir í heildina fannst læknum ekkert gríðarlega óeðlilegt sem er skiljanlegt en ég fann að það væri eitthvað að!

Við Einar giftum okkur 5 júlí 2014, einum degi áður en við giftum okkur komumst við að því að ég væri ólétt aftur, við vorum í skýjunum en ég reyndi að hugsa ekki of mikið um það út af fyrri sögu.. tímin leið og ég var allt í einu komin 12 vikur, já þetta ætlaði bara að takast og allt leit vel út! við vorum í skýjunum á gátum ekki beðið eftir því að deila þessu kraftaverki með ÖLLUM.

ge10

Ég hlakkaði mikið til þess að fá kúlu og ótúlegt en satt þá gat ég ekki beðið eftir seinustu metrunum, þið vitið þegar að óléttar konur byrja að kjaga! Það blæddi frá 10 viku en fóstrið virtist hafa það bara gott! Ég var haldinn gríðarlegri morgunógleði fram að 17 viku og fékk reglulega vökva í æð.

Þegar að ég var komin 18 vikur byrjaði að leka appelsínugulur vökvi sem mér þótti óvenjulegt svo að ég leitaði til ljósmóðurs sem sagði mér að allt liti vel út og ég ætti að fara heim og hvíla mig í vaktarfríinu sem ég gerði! þarna vann ég sem þjónn.

ge11
Ég á fáar mynir af fyrstu meðgöngunni minni en þarna var ég gengin 18 vikur.

Þegar að ég var komin 20 vikur á leið komumst við að því að við værum að fara að eignast litla stelpu! en því miður kom sónarinn ekki vel út! Okkur var tilkynnt að barnið okkar væri með snúnar fætur og að öllum líkindum mjög hreyfihamlað einnig var okkur tilkynnt að hún væri mögulega með edwars heilkenni, við vorum tekinn inn á stofu og sannfærð um að það væri best fyrir alla ef við myndum binda enda á meðgönguna! sem kom ekki til greina fyrir okkar! ég fór í legvatsástungu og niðurstöðurnar komu vel út. við vorum viðbúin því að eiga mjög hreyfihamlað barn en við vorum viss um að við gætum gefið stúlkunni okkar líf sem vert væri að lifa! 2 vikum eftir legvatnsástunguna kom litla daman með hraði! ég var gengin 24 vikur nákvæmlega þegar að ég missti vatnið og Anja Mist var fædd 5 dögum síðar.

ge12

HÉR er linkur að fæðingunni hennar Önju fyrir þá sem vilja lesa meira frá þeirri mögnuðu upplifun.

Þegar að Anja kom út hreyfði hún alla útlimi sína kröftuglega! en lappirnar voru verulega snúnir og beygðust þeir upp á við, ef ég á að lýsa þeim voru þeir beygðir eins og strútsfætur. Kenningin er sú að legvatnið mitt var lítið sem ekkert sem stafaði af því að hún gat ekkert hreyft sig í móðurkviði. Önju gengur vel í dag! Hún fékk mikla sjúkra og þroskaþjálfun sem gerði það að verkum að hún gengur í dag!

Við ákváðum í sameiningu að ég myndi ekki fara á neinar getnaðarvarnir þar sem að það hefur reynst mér erfitt að verða þunguð! tímin leið og ég varð ólétt svo aftur 2016 sem við misstum svo í kjölfarið, þó það var erfitt þá fannst mér ákveðin huggun í því að eiga barn fyrir, sem ég veit að margar konur tengja við og er fullkomlega eðlilegt.

ge9
þarna dvaldi ég uppá sændurlegudeild og var komin 31 viku með Kristel

Tímin leið og ári síðar varð ég ólétt aftur!
sú meðganga gekk brösuglega en ég náði að halda Kristel inni fram að 34 viku! svo hver vika var gjöf, þegar að ég meina brösuglega á ég við endalausa ógleði, vökvaskort, blæðing, einnig opnaðist leghálsinn minn á 25 viku svo ég var innilyggjandi á sængurlegudeild í 1 og hálfan mánuð sem mér þótti virkilega erfitt  vegna þess að ég hitti Önju Mist og Einar svo lítið! í fyrsta skiptið barðist ég við meðgöngu þunglyndi sem mér þótti yfirþyrmandi og gríðarlega erfitt og komu hugsanir á borð við

Af hverju get ég ekki bara verið ánægð með það að vera ólétt

þessar hugsanir ýttu undir vanlíðan og samviskubit. Tíminn leið og ég fékk þessa gríðarlega stóru kúlu er mér fannst, mér þótti ömurlegt að vera föst inn á spítala og mega ekki sýna þessa fallegu kúlu sem ég var loksins komin með. Þegar ég var komin 34 vikur var ég útskrifuð og var mér sagt að ef ég missi vatnið væri í lagi fyrir dömuna að koma í heiminn! 1 degi seinna missti ég vatnið! sem ég er þó þakklát fyrir.

ge8

Daman kom í heimin 3 apríl 2018 og ég gengin 34+3 svo ég tel mig heppna!

ge6

Ég vil að það komi fram að ljósmæðurnar á sængurlegudeild voru frábærar og gerðu sitt allra, allra besta til að gera dvöl mína bærilega.

Þangað til næst.

Snapp gudbjorghrefna

 

gu

insta

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: