Kynningarblogg

Ég heiti Rakel (Rún) Eyjólfsdóttir, er 18 ára og búsett á Akranesi ásamt kærasta mínum og 10 mánaða dóttur henni Arndísi Lilju. Arndís Lilja er fædd 2.október í fyrra og er ég því tiltölulega nýbyrjuð að vinna aftur og starfa sem frístundarleiðbeinandi samhliða námi við Fjölbrautarskóla Vesturlands, og gengur okkur litlu fjölskyldunni allt í haginn. 

Èg er mikill tónlistarunnandi og hef í nokkur ár stundað rythmískt söngnám. Ég hef mikinn áhuga á börnum og öllu því sem við kemur þroska þeirra og uppeldi og stefni ég að loknu stúdentsprófi á nám í þroskaþjálfafræði með áherslu á félags- og tómstundarfræði. Ég legg mikið upp úr því að hafa fínt í kringum mig og er mikill áhugamaður um skipulagningu, innanhúshönnun og þrif heimilisins. Auk þess sem ég elska að eyða frítíma mínum inn á heimasíðu IKEA og pinterest elska ég auðvitað að eyða tíma með dóttur minni, kærasta og fjölskyldum okkar.

Skrif mín munu koma til með að vera um allt mögulegt en aðalega það sem snýr að foreldrahlutverkinu, því að vera ung móðir í staðnámi og öllu sem viðkemur mínum helstu áhugamálum og verkefnum. 

Ég hlakka til að fá að deila með ykkur því sem á daga okkar drífur! 

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: