Kynningarfærsla- Glódís

Hæhæ

Ég heiti Glódís, er 23 ára gömul og bý á Akureyri ásamt fjölskyldunni minni. Ég á tvær dætur, Sóllilju 4 ára og Maísól 2 ára, og unnusta sem heitir Sigfús Elvar. Ég er að hefja fimmta og síðasta árið mitt í lögfræði við Háskólann á Akureyri, en ásamt því eigum við Sigfús, og rekum bakaríið Axelsbakarí ásamt tengdaforeldrum mínum, og ég vinn þar á sumrin og með skólanum þegar tími gefst.

Ég er menntaður einkaþjálfari og hef mikinn áhuga á hreyfingu og matarræði, en ég hef líka mikinn áhuga á jákvæðri líkamsímynd eftir að hafa strögglað við átröskun þegar ég var yngri. Annars er áhugasvið mitt  mjög breytt og er þar helst að nefna eldamennsku og bakstur, förðun og húðumhirðu, heimilið og skipulag, lyftingar og allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl, bæði andlegu og líkamlegu hliðinni. Svo hef ég auðvitað áhuga á barnauppeldi og móðurhlutverkinu, enda er það besta en jafnframt mest krefjandi hlutverk sem ég hef sinnt. Mér finnst gaman að taka fallegar myndir af börnunum mínum, heimilinu og girnilegum mat, og ég elska að halda veislur og gera fínt heima hjá mér, þó að oftast sé allt í drasli. 

Þið finnið mig á instagram undir notendanafninu: glodis95, en þar reyni ég að vera dugleg að deila efni, til dæmis æfingarmyndböndum, uppskriftum, vikumatseðlum, fjölskyldulífinu (sem er oft á tíðum mjög skrautlegt), og bara því sem ég er að gera hverju sinni, hvort sem það er að halda glæsilega veislu eða þrífa morgunkorn af gólfinu klukkan 6 á laugardagsmorgni (sem gerist því miður mjög oft).

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: