Kynningarfærsla- Hrafnhildur Rósa

Ég heiti Hrafnhildur Rósa og er 26 ára, tveggja barna móðir. Stóri strákurinn minn hann Svavar Bragi er að verða 6 ára í haust og því alveg að verða skólastrákur, en litla dívu drottningin mín hún Alparós er eins árs síðan í júní og verður því líklega hjá dagmömmunni sinni út árið.

Við búum í Garðinum með Ása unnusta mínum þar sem við eigum lítið sætt einbýlishús.

Ég var tvítug þegar égeignaðist Svavar Braga minn með fyrri barnsföður mínumDaníel og ég enn í skóla. Ég vissi ekkert hvert í stefndi í lífinu og hætti því fljótlega í skóla vegna metnaðarleysis. En í dag hef ég verið  vinna í því  klára sjúkraliðann í fjarnámi og mögulega held ég áfram í hjúkrunarfræðinginn seinna meir. Samhliða náminu vinnég 100% starf sem flugöryggisvörður í Flugstöð LeifsEiríkssonar og stunda líkamsrækt af miklum krafti. Ég nýt þess mjög mikið  vera úti og nota landið semlíkamsrækt á sumrinn í fjallgöngum og hleyp alltaf þegarég hef færi á því, enda stefni ég á reykjavíkurmaraþonið2019. Ég get verið óttalegur “health nut” en matarfíkillinní mér kemur þó sterkur inn á tímum og elska ég ég góðanmat, helst með FULLT af kolvetnum en það er líkaskemmtileg áskorun  setja allt í hollan búning.Áhugamálin mín eru sem sagt heilsa og líkamsrækt, matur, matreiðsla og ferðalög jafnt innan sem utanlands.
 

Eins og ég nefndi áðan þá er ég trúlofuð og er stefnan sett á 2021 svo það er hellingur á döfinni og ég hlakka til leyfa ykkur  fylgjast með undirbúningnum, skipulagihversdagsleiksins og lífi okkar litlu fjölskyldunnar.

 

 

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: