Aníta – kynning

Ég heiti Aníta Eir og er tæplega 22 ára gömul tilvonandi mamma.

Ég byrja BA námi í félags- og kynjafræði við Háskóla Íslands í lok ágúst, ásamt því vinn ég á hjúkrunarheimili og mun gera það fram að fæðingarorlofi.

Eins og er bý ég í Kópavogi ásamt mömmu minni og litlu systur en um mánaðarmótin mun ég flytja í nýja íbúð ásamt kærastanum mínum, Axel og litla bumbubúanum okkar sem kemur í heiminn í janúar.

Lífið mitt er að breytast mjög hratt og mun halda áfram að gera það næstu mánuði með tilkomandi móðurhlutverki, flutningum og nýju námi og mun ég skrifa um þetta allt. Ég mun einnig koma til með að skrifa um andlega og líkamlega heilsu, tilraunastarfsemi við að elda hollan og góðan grænmetisætu-“friendly” mat, förðun, sambönd, meðgönguna og móðurhlutverkið og bara nokkurn veginn það sem vekur áhuga minn hverju sinni.

Bless í bili!

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: