Ýsa með kanilsætkartöfumús

Hver elskar ekki fisk? Fiskur er að minnstakosti 2 í viku á þessu heimili og skammast ég mín ekki fyrir að segja að oft er fiskur jafnvel 2 á dag, þetta er ein af þeim uppskriftum sem sjaldnast er afgangur af. Þessi réttur er mein hollur og guðdómlega bragðgóður!

Fiskur

 • Ýsa bein & roðlaus
 • Papriku krydd
 • hvítlaukskrydd
 • Herbamare sjávarsalt með lífrænum jurtum
 • pipar eftir smekk
 • olivolia

( Einnig er dásamlegt að baka Ýsuna uppur rauðu pestói)

Hitið ofninn í 180 og bakið fiskinn í 25 mín.

Sætkartöflumús með kanil

 • 2 veglegar sætkaröflur
 • Kanill 1 tsk
 • Örlítið af salti

Aðferð

Þið byrjið á því að skola sætkartöfluna, skerið hana svo til helmings og setjið í álpappír og lokið fyrir, svo fer þetta inní ofn við 180 c  60 mín! kartaflan á að vera vel lin, þá er bara ekkert eftir nemað taka sætkartöfluna úr álpappírinum, auðvelt er að taka skinnið af kartfölunni! svo bætið þið við þurefnunum úti og hrærið/ stappið.

Salat

 • Klettasalat 1 poki (klettasalat er möst með þessum fisk rétt)
 • gúrka
 • paprika
 • tómatar
 • fetaostur (ég spara hann ekki haha)

Þá er það bara að njóta

Þangað til næst

 

guinsta

 

 

 

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: