Að lifa með endómetriosu

Endómetríósa (legslímuflakk) er krónískur sársaukafullur sjúkdómur, sem um 5–10% kvenna hafa.

Samkvæmt endo.is er Endómetríósa (e. endometriosis) krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali. Endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur kona með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta valdið miklum sársauka.

Já, þetta er heldur þungt svona á miðvikudagsmorgni en enga að síður mikilvæg umræða.

Hér er mín saga

Ég var 15 ára þegar að ég byrjaði á blæðingum, það var mikill hamingju dagur… Já ég er ein af þeim fáu sem fagna sínum fyrsta degi blæðingar. Ég var frekar seinþroska líkamlega svo þetta fannst mér gríðarlega stór áfangi!En vá hvað ég hafði ekki hugmynd um hvað biði mín.

Það er mýta að verkirnir byrji seinna, þeir fylgdu mér frá fyrsta degi! Það var erfitt að vera barn/unglingur með legslímuflakk, það var lítil sem engin þekking, fræðsla eða skilningur! Enda fannst kennurum og læknum fáránlegt að ég skildi þurfa frí útaf tíðarverkjum! Þetta var bara eitthvað sem allar konur gengu í gegnum og ekki orð um það meir!

Ég er einstaklega heppinn með foreldra sem tóku mark á mér og gerðu allt sem þau gátu til þess að linna sársaukan sem gerði þetta mun auðveldara.

Ég var 18 þegar að læknir greindi mig með endómetriosu

Með blæðingum fylgdu köst þar sem ég lá í keng og grét sárt.. Já dramatíst ég veit en svona var þetta.

Mér leið eins og það var verið að rífa úr mér legið!

Þegar að ég var yngri þekkti ég ekki sjúkdóminn, hvað þá konur sem voru með hann, svo ég hafði ekkert til þess að bera mig saman við!Svo það var oft erfitt að lýsa þessum nístandi sársauka…Þar til ég átti börnin mín, jáh þarna kom þetta!! Nú get ég loksins borið þetta saman við eitthvað.

Já þetta var eins og vera komin 8 í útvíkun.

Kastið sem gerði útslagið

Þarna var ég að vinna í prinsessuni í mjódd, það var hádegi, ég bað um að fá að fara og næla mér í verkjalyf sem var ekkert mál enda átti ég yndislegan yfirmann.

Verkirnir voru orðnir það óbærilegir að ég gat ekki lengur staðið, verkirnir hættu ekki við inntöku verkjalyfja svo ég ákvað að fara til læknis sem var sem betur fer inní mjóddinni.

Hjúkrunarfræðingur vísar mér inn í stofu og tekur stöðuna! Ég var svo verkjuð að ég get valla komið upp orði!

Þá spyr hún mig hvort það lyggi ekki eitthvað meira á bak við, þá meinti hún sálrænt, það gat bara ekki verið að þetta væri svona sársauka fullt, en svona var þekkingin lítil!

Ég var send með sjúkrabíl upp á spítala þar kom í ljós blæðing í kviðarholi, blöðrur á eggjastokkum einnig var ég komin með sýkingu í eggjastokkana.

Svo var mér tilkynnt seinna meir að ég væri með sjúkdóm sem heitir Endómetriosa.

Ég hafði ekki hugmynd um afleiðingar þess né þýðingu.

Algeng einkenni endómetríósu eru samkvæmt www.endo.is

 • Sársauki í kviðarholi
 • Mikill sársauki við blæðingar
 • Sársauki fyrir blæðingar
 • Langar blæðingar
 • Miklar og/eða óreglulegar blæðingar
 • Milliblæðingar
 • Sársauki við egglos
 • Verkir í mjóbaki við blæðingar/egglos
 • Verkir í kviðarholi milli blæðinga
 • Verkir við samfarir
 • Verkir við þvaglát
 • Verkir við hægðir, þarmahreyfingar
 • Uppblásinn magi
 • Niðurgangur
 • Ógleði og/eða uppköst
 • Erfiðleikar við að verða barnshafandi
 • Ófrjósemi
 • Síþreyta

Stundum eru konur einkennalausar/einkennalitlar og greinast fyrst þegar um önnur heilsuvandamál er að ræða, t.d. ófrjósemi.

Endómetriosa hefur ekki bara áhrif á þig sem einstakling heldur einnig maka þinn! Í okkar tilfelli áttum við erfitt með að verða ólétt og halda, þetta tók verulega á sambandið þar sem að barneignir yfirtók allt! Ég var virkilega reið og sár út í heiminn og fannst þetta bara virkilega ósanngjarnt, við þráðum það svo heitt að verða foreldrar!

Einar reyndi að hlúa að mér eins vel og hann gat, ég get ímyndað mér að það sé alls ekki auðvelt að sjá makan sinn missa fóstur eftir fóstur, hann setti mig í fyrstasæti en sínar tilfinningar í annað, sem er leiðinlegt enda voru allir svo uppteknir af því hvernig mér leið svo Einar gleymdist pínu sem hefur ekki verið auðvelt!

Við leituðum til fagaðila til að tékka hvort það væri ekki allt með felldu eftir 4 fósturlát en lækninum fannst það ekkert óeðlilegt, sem er skiljanlegt þar sem að margar konur upplifa fóstur lát án þess að það sé nokkuð að.

Ég vissi að það væri ekki allt með felldu vegna sögu minnar, eitt skiptið missti ég af blæðingum og vorum við viss um að ég væri þunguð, ég tók óléttu próf eftir óléttu próf og alltaf kom neikvætt.. eftir skoðun hjá kvensjúkdómalækni komumst við að því að ég hafði ekki haft egglos þann mánuðinn sem eru ein af einkennum endómetriosu!

Svona áður en ég held áfram þá vil ég minna færslu sem ég skrifaði um fósturmissir, þú getur nálgast hana HÉR.

Einum degi fyrir brúðkaupið okkar komumst við að því að ég væri ólétt

Ég var að kaupa morgungjöfina hans Einars þegar að ég ákvað að fara í apotekið og ná mér í óléttu próf, mér var búið að vera flökurt alla vikuna og ég bara gat ekki beðið svo ég tók prófið inn á klósettinu í mollinu, og viti menn það kom jákvætt! Wúhú ég fór og bætti við skóm sem stóð á I love dady og bol með pálmatrjám, ég gat ekki beðið svo ég gaf honum gjöfina um leið og við komum heim til tengdó!

Þetta var hjartnæm og falleg stund,við grétum bæði úr gleði og vonuðum það besta. Meðgangan gékk brösulega fyrir sig og missti ég vatnið gengin 24 vikur, ég var lögð inn á sængurlegudeild og 5 dögum seinna kom Anja Mist

Hægt er lesa fæðingarsöguna hennar Önju Mist Hér

Oft er talað um að tíðarverkirnir minka eftir að þú hefur átt barn, Já það er því miður ekki tilfellið.

Staðreynd

Engin lækning er til við endómetríósu. Konur geta upplifað mildari einkenni endómetríósu á meðgöngu sökum aukningar á prógesteróni í líkamanum.

Við misstum einu sinni áður en við eignuðumst Kristel Nótt, Kristel kom öllum á óvart en var guðvelkomin!

Við vorum heppinn! Í dag eigum við 2 yndisleg börn sem við erum ákaflega þakklát fyrir!

Ef þig grunar að þú sért með endómetriosu finnur þú allar upplýsingar inn á www.endo.is

Ég ætla að segja þetta gott í bili

Guðbjörg Hrefna

Instagram – arnadottirg

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: