Að ferðast til London.

Þessar færslur verða skrifuðar a fjórum dögum yfir hafið og heim. En ef ég myndi setja allt í eina færslu mynduð þið missa þolinmæðina. Við elsta dóttir mín skelltum okkur í smá mæðgnaferð til London. En þetta er í annað skiptið sem ég flýg með Theodóru ein. Mig langaði því að byrja hérna á Keflavíkurflugvelli og telja upp nokkra hluti sem við erum að ferðast með.

En hlutina keypti ég sjálf !

Taska merkt barninu.

Þessi taska er algjor snilld – Theodóra fékk hana í jólagjöf frá ömmu minni og hún er notuð óspart. Mér finnst best að hafa hana merkta henni útfrá því að þá veit hún alveg hver sín taska er og engin ruglingur verður a töskum.

Barnaheyrnatól frá JBL

Ég keypti þau út á velli fyrir hana í Elko. En þau eru sérhönnuð fyrir krakka varðandi hávaðann svo heyrnin verði ekki fyrir neinu tjóni. Með heyrnartólunum fylgdu límmiðar sem börnin geta annaðhvort límt nafnið sitt á eða sett ýmsa broskalla til skreytingar. Börn verða yfirleitt mjög pirruð í flugi og var Thea búin að niðurhala einhverjum myndum og þáttum á Netflix svo hún getur slappað af á meðan.

Vegabréfaveski.

Ég myndi flokka þetta sem eina mestu snilld sem eg hef fundið. Þarna er hólf til að setja vegbréfið inni ásamt nokkrum öðrum hólfum sem við ætlum að nýta okkur í það að setja alla minnismiða frá söfnum og stöðum sem við kíkjum á. Þannig i rauninni verður þetta líka minnisveski sem er þægilegt upp á það þegar hún fer að segja öðrum frá ferðinni á næstu dögum. Ég notaði þetta líka undir mitt vegabréf svo ég væri með þau á sama stað. Okkar er keypt í fríhöfninni og er frá tulipop merkinu.

Annað sem mig langar að benda á er það ef þú ert að ferðast ein með barn sem þu deilir forsjánni á þarftu ALLTAF að hafa með þér leyfisbréf sem þú færð hjá syslumanni. Það vill engin lenda i því að vera neitað um flug því þu hefur ekki skriflegt leyfi. Þetta vottorð getið þið annaðhvort prentað ut og skrifað undir heima yfir kaffibolla í viðurvist tveggja votta eða pantað tíma hjá sýslumanni og fá þar stimpil. Við höfum rendar aldrei þurft að fara til sýslumanns en ég held að þið þurfið bæði að mæta.

Ef þú hinsvegar ferð ein með forsjá er langbest að hafa með sér forsjárvottorð sem þu færð hjá þjóðskrá. EKKI fæðingarvottorð – heldur forsjár, þessi tvö vottorð er alveg sitthvor tebollinn. Ég hef mörgum sinnum séð a netinu þar sem mæður spyrja um þetta og hafa aldrei verið spurðar en akkurat nuna þá var ég spurð um þetta þegar við vorum að checka okkur inn í vélina.

Annars þa er það auðvitað nesti eða snarl fyrir flugvöllinn, flugvöllurinn er fjandi dýr og þú mátt taka með þér samlokur eða snakkpoka eða eitthvað i handfarangur.

En þar sem ég er lent i Bretlandi akkurat þegar ég skrifa þetta ætla ég að stoppa hér og koma mér upp á hótel. Næst kem ég með áhugaverða staði og tips and tricks um það.

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: