Gjafir til kennara.

Eftir að hafa núna verið með 3 börn í leikskóla síðustu 9 ár verð eg oft alveg hugmyndalaus þegar kemur að því hvað ég ætti að gefa kennurum barnanna í jólagjöf og kveðjugjafir. Við gefum þeim jólagjafir af þakklæti þar sem leikskólakennarar eru þeir aðilar sem aðstoða okkur foreldra í uppeldi barnanna. Okkar eigin „sidekick“. Og af sama leiti kveðjugjöf fyrir leikskólaárið.

Nú veit eg að þetta er að koma korter í jól en hver segir að jólagjöfin þurfi að koma á slaginu þegar jólin detta í garð. Við látum þau yfirleitt fá sínar gjafir á milli jóla og nýárs eða strax eftir jólafrí. Svo ef þið eigið ennþá eftir að kaupa gjafir eða vitið bara ekkert hvað er sniðugt að gefa þá ætla ég að skella nokkrum hugmyndum fram.

Iittala kastehelmi kertastjaki – á verðbilinu 2290 -2500 kr.

Fallegir handgerðir leirbollar frá Dísa – litlu hlutir lífsins. Við gáfum kennurunum svona í kveðjugjöf í sumar. Pantað á facebook hér

Heimagerðir vettlingar. Þetta er jólagjöfin frá okkur í ár. Verðið fer auðvitað eftir því hvaða garn þú velur og munstur.

Mynd : kertiogspil.is

Baðbombur. Hver elskar ekki baðbombur ? Hvort sem þu sert með bað heima hja þer eða ekki þá er alltaf hægt að skella einni í bara fótabað. Verðið á þessu er alveg frá 490 – 900 krónur en fer eftir sölustað. Þessi tiltekna á myndinni er í pakkaþrennu og fæst hér .

Omnom súkkulaði. Hver þarf ekki meira sætt um jólin. Verð frá 890-1.090 kr.

Persónulegir kaffibollar frá börnunum. Langskemmtilegasta gjöfin finnst mér, en ég keypti postulinspenna í abc skólavörum og hvítan bolla á 90 krónur í ikea og leyfði stelpunum að krota á bollana. Skellti þeim inn í ofn og síðan sellófan. Pennarnir fást hér .

Svo er alltaf hægt að gefa bara deildinni eða eitthvað inn á kaffistofu kennaranna. Við gáfum einu sinni spil inn a deild i kveðjugjöf og það vakti mikla lukku.

Nokkrar hugmyndir.

Tússlitir með stimpli. Það vantar alltaf fleiri liti. Fást hér.

Regnbogakubbar.

Við eigum þessa heima hjá okkur og það er magnað hvað stelpurnar geta dundað sér með þá. Svo klárlega frábær gjöf inná deildina. Fæst hér

Spil.

Fer auðvitað eftir hvaða deild er verið að gefa á en hér eru hugmyndir fyrir deildir eftir aldri

Yngsta deild

Elsta deild

Ég vona að þetta geti aðstoðað ykkur eitthvað. Ég veit að það getur nefnilega verið erfitt að finna eitthvað við hæfi.

ATH! Þær vörur sem eru verðmerktar geta breyst með tiltekt til hverjar búðar um verðsetningu. Ég axla enga abyrgð á réttu verði í færslunni. Allar myndir eru teknar af síðum verslanna sem selja tilteknar vörur. Þessi færsla er ekki skrifuð í samstarfi við neina verslun.

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: