Leiðir að betri samskiptum í sambandi

Góð samskipti, heiðarleiki og traust eru mjög mikilvægir hlutir í hvaða sambandi sem er, hvort sem það er ástarsamband eða samband milli vina og/eða fjölskyldu. Þessir þrír hlutir þurfa að vera til staðar til þess að sambandið sé heilbrigt og að öllum innan þess líði vel. Það eru nokkrar leiðir til þess að bæta þessa hluti og þar af leiðandi bæta sambandið og ég ætla að deila nokkrum leiðum með ykkur hér.
Disclaimer: Hér með mun ég tala út frá ástarsambandi og mun tala um hinn aðilann sem maka (og „hann“ as in hann makinn, hvaða kyn sem hann er) en eins og ég minntist á hér fyrir ofan þá er hægt að yfirfæra þetta yfir á hvaða nána samband sem er.

Ef það er eitthvað sem er að angra þig, láttu vita!
Þetta hljómar eins og common sense en hversu mörg okkar hafa pirrað sig á einhverju sem makinn gerir og í staðinn fyrir að segja hvað er að þá segjum við að ekkert sé að afþví okkur finnst hann eiga að vita það… ég hef allavega gert það en því miður þá les ekkert okkar hugsanir þannig ef það er eitthvað sem kemur upp sem fer í taugarnar á þér, vinsamlegast láttu hann vita.

Stund og staður
Það er stundir og staðir sem henta betur en aðrir til að tjá sig og ræða málin. Smáralindin er til dæmis staður sem er ekki sniðugt að ræða hvers vegna þér líður illa en í bíl sem er lagður á rólegum stað er skárri valkostur. Það skiptir í rauninni ekki alveg máli hvar þið ræðið málin en til að samskiptin gangi sem best og öllum líði sem þægilegast, sem er mjög mikilvægt, að þá ættu þið að vera í einrúmi á stað sem ykkur líður báðum þægilega og þið séuð ekki í tímaþröng.
Mundu, það er alltaf hægt að „fresta“ rifrildum ef það er ekki hægt að ræða málin strax. Mæli samt með því að geyma það alls ekki lengi og vera samt hreinskilin um að það þurfi að ræða málin.
Dæmi: Mér líður illa yfir því sem þú sagðir við mig áðan og ég myndi vilja ræða það við þig þegar ég kem heim á eftir.

Talaðu út frá þér
Margir eiga það til að fara í sókn þegar þeim líður illa. „Þú gerðir þetta“ og „þú sagðir þetta“ en málið er að fólk er líklegra til að bregðast illa við ef þeim finnst verið að ráðast á það og þar af leiðandi gæti lítill hlutur breyst í stórt rifrildi þar sem báðir aðilar reyna að „vinna“ rifrildið með hvor á meiri rétt á að vera reiður. Töluvert betri nálgun er að útskýra fyrst hvernig þér líður og síðan hvers vegna, „ég varð vonsvikin þegar ég kom heim og það var ekki búið að vaska upp vegna þess að mér leið eins og þú værir búinn að samþykkja að gera það í kvöld“

Haltu ró þinni
Ég get lofað þér því að það gengur ekkert betur að leysa málin ef þú æsir þig. Að tala saman í rólegheitum er nauðsynlegt til þess að báðir aðilar geti sagt sína hlið og hægt sé að leysa málin í sameiningu.
Ef samræðurnar fara að verða æstar er alltaf hægt að taka smá pásu þangað til báðir aðilar eru orðnir rólegir og tilbúnir til þess að ræða málin aftur.

Hlusta á hina hliðina
Sárindi geta verið byggð á misskilningi, með því að segja hvernig þér líður, halda ró þinni og gefa makanum séns til að útskýra sína hlið getur mögulegt rifrildi orðið að engu.

Það er aldrei auðvelt þegar ósætti kemur upp en með því að nota þessi ráð verður auðveldara að komast yfir þau. Ekki gefast upp ef þetta gengur ekki í fyrsta skiptið, þetta tekur stanslausa æfingu og maður þarf ítrekað að minna sig á þetta því það virðist vera í eðli margra að gera akkúrat öfugt en þegar maður er kominn með lag á þessu þá er það vel þess virði því engum finnst gaman að rífast við fólkið í kringum sig.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: