Skógareldar Ástralíu – prjónaverkefni.

Eins og flest allir vita þá prjóna ég gríðarlega mikið .. já þið hafið öll heyrt þennan áður ég veit það en mér finnst ég bara aldrei taka það nógu oft fram hvað ég elska þetta sport. En nú er búið að hvolfa öllum prjónaheiminum með einu átaki sem mér finnst gríðarlega merkilegt að fari sem víðast og vildi því skella því hér inn á.

En verkefnið er einfalt prjón. Það sem verið er að sækjast eftir eru prjónaðir pokar fyrir lítil dýr í Ástralíu sem hafa því miður misst nánast allt undan sér í þessum hræðilegu skógareldum sem geysa nú um í álfunni. En það er aðallega verið að leitast eftir pokum fyrir kengúrur.

Kengúrupokarnir eru prjónaðir og sendir til Ástralíu og verður tekið við þeim til 5.Febrúar. Í Ástralíu verður svo sett í þá bómullarpoki en þeir eru prjónaðir úr lopa til þess að halda að þeim hlýju líkt og í móðurkviði. Já svona getur prjónaskapurinn verið til góðs !

Það var búinn  til viðburður sem verður nú haldinn 8 janúar á KEX hostel og gæli ég við það að flest allir sem lesi þetta mæti eða leggi þessu framtaki lið! Ég ætlaði nú ekki að skrifa eitthvað svakalega mikið um skógareldana eða þeþtta átak annað en að vekja áhugan á því og gaf mér því það bessaleyfi að taka uppskriftina sem verður prjónað eftir og fæ að skella henni hérna með fyrir þá sem vilja taka þátt og komast ekki.

83082566_10156538101887441_701618908217475072_o

 

Eins og ég sagði þá ætlaði ég ekki að hafa þetta langt og skrifaði þetta einungis til þess að vekja vitundina á þessu framtaki. Það sem Ástralía er að ganga í gegnum er hræðilegt og biðla ég til alla að senda þeim góða strauma og allar þær bænir sem hægt að biðja um.

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: