Ég á strák og stelpu.

Ég vildi vita kynið á báðum meðgöngunum mínum – afhverju? Svo ég gæti undirbúið mig betur. Ekki afþví ég vildi eiga bara blá föt eða bara bleik föt, ekki svo ég gæti átt meira stráka dót eða stelpu dót og alls ekki afþví mér fannst það skipta máli hvort ég gengi með strák eða stelpu. […]

Lesa meira

Að rækta samband sitt við maka.

Þegar maður eignast barn/börn vill maður oft gleyma sér í foreldrahlutverkinu. Ekkert skiptir meira máli en þessi litlu kríli, sem þurfa alla orkuna sem maður hefur að gefa. Ég var rosalega sár þegar ég og pabbi hans Róberts hættum saman, mér fannst eins og ég væri á syrgja litlu fjölskylduna okkar. En sannleikurinn er sá […]

Lesa meira

Að missa fóstur.

Mig hefur lengi langað til þess að setjast niður og skrifa um reynslu á því að missa fóstur – eða eins og í mínu tilfelli dulið fósturlát. Ónærgætni er orð sem er mér efst í hugann frá heilbrigðisstarfsfólki. Vissiru að 10-35% kvenna missa fóstur fyrstu 12.vikurnar? Ég veit það svo sannarlega, því þetta var hér […]

Lesa meira

Fyrirgefning.

Eftir eineltisfærsluna mína hér og birtingu viðtals við mig í DV hér, hef ég tekið mér mikinn tíma í að hugsa um allt sem fór úrskeiðis á mínum unglingsárum og áttað mig á því hversu lítið, en samt svo mikið ég hef unnið úr þessum málum. Að rifja upp allt sem hefur gerst; misnotkun, einelti, […]

Lesa meira

Að eiga barn með greiningar.

Alveg frá því að ég komst að meðgöngunni með Róbert Leó vissi ég að þetta ætti eftir að vera risa stórt verkefni. Ég vissi ekki hvað biði okkar, en ég vissi að hann yrði einstakur á sinn hátt. Hann byrjaði snemma að tala og var kominn með flottann orðaforða um 1 árs aldur. Á þeim […]

Lesa meira

Einelti er sálarmorð.

Ég hef alltaf átt fáa en góða vini. Ég flutti til Hafnarfjarðar um miðjan 7unda bekk og byrjaði í Víðistaðaskóla. Ég var fljót að kynnast krökkunum og eignaðist strax vinkonur. Þegar ég var yngri lenti ég í miklu einelti, svo miklu að þegar við fjölskyldan fluttum í burtu þá leið mér eins og ég væri […]

Lesa meira

Meðganga og fæðing Róberts.

Eins og kom framm í fyrri pistli frá mér hér var ég komin 22.vikur á leið þegar meðgangan uppgötvaðist. Þannig biðin mín var mun styttri en gengur og gerist. Settur dagur var 16 febrúar 2010 og ég gekk 5 daga framm yfir. Andleg heilsa – Hún var engin. Ég þurfti að hætta í skóla og […]

Lesa meira

Hæ ég heiti Eva og ég er ættleidd.

Alltof oft hef ég lent í samræðum um ættleiðingar. Margir vita ekki að ég var ættleidd árið 2012 af yndislegu manni sem var þá búinn að vera partur af mínu lífi í 8 ár! Vá og 14 ár í dag! • Afhverju ertu ættleidd? • Hvernig er að vera ættleidd? • Þekkiru pabba þinn? • […]

Lesa meira

Barn að eignast barn.

– 12.október 2009 – Ég mun aldrei gleyma þessum degi, þennan dag gjörbreyttist líf 14 ára gömlu Evu. Nokkrum dögum fyrr, með hjálp google greindi ég sjálfan mig með góðkynja heilaæxli. Ég sagði nánustu vinkonum frá þessari greiningu og ég ætti tíma hjá lækni nokkrum dögum seinna. Læknirinn minn hefur þekkt mig frá því ég […]

Lesa meira

Kynning – Eva Rún.

Nafn; Eva Rún Hafsteinsdóttir. Aldur; 23 ára, fædd 1995. Búseta; Akranes. Hjúskaparstaða; Trúlofuð Alexander Má. Börn; Róbert Leó – Nadia Esmeralda Samfélagsmiðlar; evarun95 – Snapchat og Instagram. Um mig; Ég eignaðist Róbert Leó einungis 14 ára gömul. Var svo 22 ára þegar Nadia Esmeralda fæddist. Þar sem Róbert Leó er bæði einhverfur og með ADHD þá hefur áhugasvið mitt mikið legið […]

Lesa meira