Pabbi ♡

Ég gerði bloggfærslu þar sem ég sagði frá því að ég væri ættleidd, spurningar sem ég er mikið spurð útí og svör mín við þeim – þið getið lesið færsluna hér. En núna er kominn tími á færslu um elsku pabba minn, sem gerði óeigingjarnan hlut og tók mig að sér, elskaði mig og gekk […]

Lesa meira

Að byrja að vinna aftur.

Aldrei hefði mig grunað að ég saknaði þess að vinna. Ég hef alltaf verið rosalega heimakær, finnst notalegt að eyða dögunum með krökkunum og dúllast. En 10 mánuðir er kannski full mikið af því góða. Nadia byrjaði hjá tveimur yndislegum dagmömmum hérna á Akranesi 13.ágúst og ég byrjaði aftur sem verslunarstjóri á Subway núna 17.ágúst. […]

Lesa meira

Sjálfsímynd.

Frá því að ég var ungabarn hef ég alltaf verið of þung. Ég hef aldrei verið í kjörþyngd og það hefur aldrei truflað mig. Ég var lögð í mikið einelti á mínum yngri árum fyrir það að vera of ,,feit“ – en ég sá ekki þyngdina mína svo ég skildi aldrei hvað fólk var að […]

Lesa meira

Edinborg.

Við skötuhjúin vorum að koma heim úr 9 daga mjög svo æðislegri ferð, fyrsta útlandaferðin okkar saman og kærkomið frí frá börnunum! Planið? Verlsa, skoða, versla, skoða, versla & Mc Donald’s. – Edinborg er afskaplega falleg, mikið af gömlum byggingum og margt í þessum old fashion stíl. Rosalega fallegar kirkjur voru á öðru hverju horninu, […]

Lesa meira

10 staðreyndir um mig.

Mér finnst alltaf gaman að lesa svona staðreyndir um aðra, einhvað sem kannski ekki allir vita. Mörgum finnst ég óþarfa skrítin og sérstök – en það er bara betra. 1. Ég er skelfilega lofthrædd! – það lofthrædd að ég get ekki staðið í brekku einu sinni. 2. Ég borða ekki súkkulaði. 3. Ég er ekki […]

Lesa meira

Ég á strák og stelpu.

Ég vildi vita kynið á báðum meðgöngunum mínum – afhverju? Svo ég gæti undirbúið mig betur. Ekki afþví ég vildi eiga bara blá föt eða bara bleik föt, ekki svo ég gæti átt meira stráka dót eða stelpu dót og alls ekki afþví mér fannst það skipta máli hvort ég gengi með strák eða stelpu. […]

Lesa meira

Að rækta samband sitt við maka.

Þegar maður eignast barn/börn vill maður oft gleyma sér í foreldrahlutverkinu. Ekkert skiptir meira máli en þessi litlu kríli, sem þurfa alla orkuna sem maður hefur að gefa. Ég var rosalega sár þegar ég og pabbi hans Róberts hættum saman, mér fannst eins og ég væri á syrgja litlu fjölskylduna okkar. En sannleikurinn er sá […]

Lesa meira

Að missa fóstur.

Mig hefur lengi langað til þess að setjast niður og skrifa um reynslu á því að missa fóstur – eða eins og í mínu tilfelli dulið fósturlát. Ónærgætni er orð sem er mér efst í hugann frá heilbrigðisstarfsfólki. Vissiru að 10-35% kvenna missa fóstur fyrstu 12.vikurnar? Ég veit það svo sannarlega, því þetta var hér […]

Lesa meira

Fyrirgefning.

Eftir eineltisfærsluna mína hér og birtingu viðtals við mig í DV hér, hef ég tekið mér mikinn tíma í að hugsa um allt sem fór úrskeiðis á mínum unglingsárum og áttað mig á því hversu lítið, en samt svo mikið ég hef unnið úr þessum málum. Að rifja upp allt sem hefur gerst; misnotkun, einelti, […]

Lesa meira

Að eiga barn með greiningar.

Alveg frá því að ég komst að meðgöngunni með Róbert Leó vissi ég að þetta ætti eftir að vera risa stórt verkefni. Ég vissi ekki hvað biði okkar, en ég vissi að hann yrði einstakur á sinn hátt. Hann byrjaði snemma að tala og var kominn með flottann orðaforða um 1 árs aldur. Á þeim […]

Lesa meira