Einlægt bréf til þín

Fyrst vil ég byrja á því að útskýra þessa færslu fyrir öðrum sem koma til með að lesa hana. Ég hef áður talað um andleg veikindi mín. Nýlega fékk ég loksins greiningu þar sem kom fram að ég er með sjúkdóm sem heitir jaðarpersónuleikaröskun. Minn elskulegi eiginmaður. Þessi færsla er tileinkuð þér. Þann tíma sem […]

Lesa meira

Lærðu að hekla

Ég er búin að ætla að kenna sjálfri mér að hekla síðan ég var unglingur. Í vikunni ákvað ég loksins að slá til og prófa mig áfram og viti menn! þetta er mikið auðveldara en ég hélt. Ég veit að það eru margir þarna úti sem vilja læra, en mikla þetta fyrir sér og því […]

Lesa meira

„Það er ekkert til sem heitir fæðingarþunglyndi hjá körlum“

Ég hef lesið mér mikið til um fæðingarþunglyndi og einnig hef ég skrifað mína eigin reynslu af þunglyndi (sem finna má hér) og allstaðar kemur fram að fæðingarþunglyndi sé þunglyndi sem móðir eða kona fær í kjölfari komu nýs barns í heiminn. En hvað um föðurinn? á of fáum stöðum kemur fram að feðurnir eru einnig […]

Lesa meira

Jólasmákökur með Súkkulaði & Kókos

Mér hefur alltaf þótt einstaklega skemmtilegt að elda og baka, finna nýjar uppskriftir og fullkomna þær eftir mínum smekk. Ég er ótrúlega heppin að fólkinu í kringum mig finnst einnig gaman að allskonar matreiðslu og sitjum við maðurinn minn oft saman á kvöldin og ræðum uppskriftir. Í seinustu viku var Aríana hjá okkur og við […]

Lesa meira

DIY kertastjaki úr kerti!

Átt þú fallegt kerti sem þú týmir ekki að brenna? Þá er um að gera að búa til kertastjaka úr því! Taktu kertið og kveiktu á því. Leyfðu því að brenna sirka 2 cm niður, eða stærðina af spritt kerti. Slökktu þá á því og stráðu smá salti í vaxið! Já þið lásuð rétt! Salti! […]

Lesa meira

Sjálfseyðingarhvöt

“Ég finn það læðast að mér. Hægt og rólega finnur það sér leið og smeygir sér inn í líkama minn. Það tekur sér bólfestu í hausnum á mér. Þetta svarta myrkur sem ég þekki of vel.Ég hristi það af mér og held áfram með daginn. Hvert skref sem ég tek verður þyngra, brosið sem ég […]

Lesa meira

Karamellu-lakkrísgott

Ég er ekkert svakalega hrifin af döðlum en hef alltaf verið hrifin af hugmyndinni af döðlugotti. Ég ákvað því að búa til útgáfu af döðlugotti sem höfðaði betur til nammigrísins í mér. 360g Dumle karmellur. 130g smjör. 200g fylltar lakkrísreimar. 100g kornflex. 1 Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman […]

Lesa meira

50 hlutir til þess að gera með maka.

Það er mjög algengt að gleyma að sinna sambandinu sínu. Oft telur maður aðra hluti mikilvægari og þá situr maki manns oft eftir og sambandið gleymist. Það er svo mikilvægt að taka sér smá tíma fyrir hvort annað og oft er það skortur á hugmyndum eða tíma sem veldur þessu. Ég setti saman lista með […]

Lesa meira

Maður veltir því fyrir sér hvar móðirin sé?

Ég er mamma númer 1,2 og 3 alla daga, en ég er líka eiginkona, vinkona, dóttir, systir, frænka og starfsmaður. Ég vinn átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Ég kem heim, geri mitt besta til þess að hugsa um heimilið mitt og fjölskylduna mína. Helgunum mínum eyði ég með börnunum mínum og manninum mínum […]

Lesa meira

Andleg veikindi : persónuleg reynsla.

Alveg síðan ég man eftir mér hef ég glímt við ýmis andleg veikindi. Ég hef glímt við alvarlegt þunglyndi síðan ég var barn, mikinn og slæman kvíða sem er oftast órökréttur sem og aðskilnaðarkvíða, félagskvíða útaf miklu einelti og fæðingarþunglyndi. Þetta er eitthvað sem ég hef skammast mín fyrir lengi en það er kominn tími […]

Lesa meira